Ljósavarningur til sölu í júlí

Júlí er mánuður Ljóssins í Nettó og þá verður varningur til styrktar Ljósinu til sölu í verslunum Nettó um allt land.

Allur ágóðinn rennur óskiptur til endurhæfingar fólks sem hefur greinst með krabbamein og í fyrra gekk verkefnið vonum framar. Við söfnuðum 5 milljónum fyrir Ljósið og það var gaman að sjá að pokarnir urðu „trend“. Ljósið er að hluta til á fjárlögum frá ríkinu fyrir hluta af launum starfsfólks en að öðru leyti treystum við á góðvild einstaklinga, fyrirtækja og alls konar félaga sem koma og styrkja starfið með alls kyns hætti. Þess vegna er verkefni eins og þetta svo ótrúlega mikilvægt og dýrmætt. Þetta fer allt beint til fólksins sem virkilega þarf á því að halda.

 

Vörurnar í ár eru veglegur fjölnota poki sem hentar vel í sund eða á ströndina ásamt ferðaútgáfu af hinu sívinsæla Jenga spili sem er tilvalið að taka með í ferðalagið í sumar. Unnur Stella Níelsdóttir, myndlistarkona og eigandi Start Studio hannaði listaverkið sem prýðir pokana og spilið en  verkið hennar er af kaffihlaðborði og heitir „Skína“. Starfsfólk Ljóssins stefnir á að láta sjá sig í einhverjum af verslununum út um allt land í júlí og heilsa upp á fólkið okkar. Vonandi sjáumst við þar!

Auk sundtöskunnar og spilsins Jenga sem verk Unnar Stellu prýðir, rennur hluti af ágóða sölu Coop salernispappírs og Folkington’s safa í glerflöskum til Ljóssins í júlí. Vörurnar fást í móttöku Ljóssins, verslunum Nettó um allt land og á nettó.is. 

Sundtaska – Verð 3.000kr

Jenga spil – Verð 2.000kr

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.