Veitum hvert öðru innblástur og gleði með skemmtilegum hugmyndum 

Nú er páskafríi lokið og starfsfólk Ljóssins komið aftur til starfa við heimakontórana. Það er skrýtin tilfinning að hitta ekki ljósberana við kaffivélina og heyra hvað á dagana hefur drifið. Við erum þó ekki þekkt fyrir ráðaleysi og langar okkur mjög að nýta tæknina betur til að heyra frá ykkur.

Hvernig gengur ykkur öllum að halda ykkur virkum?

Hafið þið tekið upp á einhverju nýju samhliða breyttum aðstæðum í samfélaginu?

Við hvetjum ykkur til að láta í ykkur heyra með því að:

Þannig fáum við smá fréttir en veitum einnig hvert öðru gleði og innblástur á þessum sérkennilegu Covid19 tímum.

Við hlökkum til að sjá og auðvitað deila með samfélagi Ljóssins.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.