Breyting á stundaskrá: Slökunarjóga og ganga

Hér í Ljósinu er staðan metin á hverjum degi og stundaskrá endurskoðuð vikulega með tilliti til reglna yfirvalda.

Það gleður okkur ómælt að segja ykkur frá því að Arna jógakennari býður nú Ljósbera velkomna í slökunarjóga á miðvikudögum og föstudögum klukkan 9:00 og 10:00. Nauðsynlegt er að festa tíma með að hringja í móttöku Ljóssins í síma 561-3770.

Frá og með mánudeginum 18. maí verða göngur þrisvar sinnum í viku: Á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.

Athugið að bæði styttri og lengri gangan hefjast nú klukkan 11:00. Eftir sem áður er nauðsynlegt að skrá sig í göngurnar í síma 561-3770 og hittast hóparnir á bílastæði Ljóssins.

Uppfærða stundaskrá má lesa hér

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.