Fréttir

14
jan
2013

Aftur til vinnu

Nýtt námskeið í Ljósinu Aftur til vinnu Námskeiðið er lokað námskeið fyrir fólk (að hámarki 10 manns í einu) sem er að fara aftur til vinnu eða í nám innan 6 mánaða. Markmiðið er að fólk fái fræðslu og stuðning sem stuðlar að því að undirbúa sig til vinnu á ný eftir veikindaferli.                                                                  Hjúkrunarfræðingur, iðjuþjálfi, sjúkraþjálfari og ráðgjafi í

Lesa meira

14
jan
2013

Styrking vonar og lífskrafts

Fyrir fólk sem hefur greinst oftar en einu sinni eða er með langvinnt krabbamein. Nýtt námskeið hefst 9.apríl Umsjón: Rannveig Björk Gylfadóttir hjúkrunarfræðingur, (MS í krabbameinshjúkrun og diploma í hugrænni atferlismeðferð og Anna Sigríður Jónsdóttir iðjuþjálfi. sjá nánar hér

14
jan
2013

Fræðslunámskeið fyrir nýgreindar konur

Fræðslu – og stuðninghópur fyrir konur, sem eru að greinast í fyrsta skipti og/eða greindust á sl. ári. Umsjón: Erna Magnúsdóttir yfiriðjuþjálfi, auk margra gestafyrirlesara. Lesa meira hér                

14
jan
2013

Ný styrkjandi námskeið

Nú eru að hefjast styrkjandi námskeið í Ljósinu – skráning er hafin í Ljósinu í síma 5613770 sjá lista yfir námskeið hér

7
jan
2013

Ungliðahópur

Nú er vetrarstarf ungliðahóps Ljóssins, SKB og Krafts að hefjast  smelltu hér til að skoða dagskrá   fyrir veturinn 2013 Ungliðahópurinn  er fyrir fólk á aldrinum 18-29 ára sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra.

7
jan
2013

Ný stundaskrá

  Ný stundaskrá fyrir veturinn 2013   Smelltu hér til að skoða 

13
des
2012

Bleikur barmur / ágóði af sölu bókarinnar rennur til Ljóssins.

Einlæg frásögn ungrar konu sem fékk krabbamein. Lífsreynslusaga á mannamáli. Höfundur er Dóróthea Jónsdóttir Í bókinni er rakin saga Dórótheu þar sem grunur vaknar um að ekki sé allt í lagi, greiningarferlið, aðgerðin, samskipti við fólkið í kringum hana og flækjur sem geta skapast. Þetta á erindi til þeirra sem hafa sjálfir greinst, eru aðstandendur eða áhugasamir um sjúkdómsgreiningu sem

Lesa meira

10
des
2012

Pakki á pakka

  Falleg hugsun, pakki á pakka…kostar aðeins 500 kr og allt rennur til Ljóssins…Arca Design styrkir Ljósið í ár með sölu á þessum fallegu englum ,endilega komið við hjá Arcadesign Iceland í Grímsbæ, flott á jólapakkana og þið styrkið krabbameinsgreinda í leiðinni.

17
okt
2012

Balance Bond til styrktar Ljósinu

Það kom hingað góður maður sem vill styrkja Ljósið okkar og gaf okkur þessi fallegu orkuarmbönd. Við fáum allt söluandvirði armbandanna af þeim sem seljast frá Ljósinu eða 2500 kr.  Þau eru svo líka seld í apótekum og heilsubúðum og þá fáum við 1000 kr af  hverju stykki.  Smelltu hér til að lesa meira um orkuarmböndin Okkur langar til að

Lesa meira

9
okt
2012

Bleikur dagur í Ljósinu

  Í tilefni af bleika deginum föstudaginn 12 okt nk , sem minnir okkur á baráttuna við krabbamein þá ætlum við að klæðast bleiku eða vera með eitthvað bleikt. Bjóðum upp á bleika tertu með kaffinu, komdu og vertu með okkur á bleika deginum og gerum daginn eftirminnilegan.