Minningarmót til styrktar Ljósinu

Síðastliðinn laugardag tók Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, við veglegum styrk sem veittur var Ljósinu fyrir hönd vinningshafa á minningargolfmóti Vini vors og Dóra.  Mótið, sem fram fór á golfvellinum Úthlíð í Biskupstungum, var til minningar um Halldór Snorra Gunnarsson en það var Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu sem gaf verðlaunaféð sem hljóðaði upp á 200.000 krónur.

Við sendum okkar allra bestu þakkir til allra þeirra sem komu að mótinu fyrir stuðninginn.

Garðar Hilmarsson afhendir Ernu Magnúsdóttur styrkinn

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.