Fréttir

24
júl
2020

Flottur hópur ungmenna sem hélt Götuhátíð til styrktar Ljósinu

Þann 9. júlí síðastliðinn hélt Hitt húsið Götuhátíð Jafningjafræðslunnar, til styrktar Ljósinu. Jafningjafræðarahópurinn samanstendur af ungmennum á aldrinum 16-19 ára og öll skipulagning hátíðarinnar var í þeirra höndum. Hátíðin gekk mjög vel, margt fólk mætti og góð stemming myndaðist. Meðal þeirra sem komu fram voru: Svala Björgvins, JóiPé & Króli, Alda Dís, Aníta Rós og Dans Brynju Péturs, Sólborg, sem

Lesa meira

14
júl
2020

Viðeyjarsund til styrktar Ljósinu

Laugardaginn 18. júlí nk. mun vaskur hópur karla og kvenna synda Viðeyjarsund til styrktar Ljósinu. Þau hafa öll stundað sjósund til nokkurra ára og flest bæði sumar og vetur. Að sögn talsmanns hópsins, Magnúsar Halldórssonar, mun hópurinn leggja af stað frá Viðey kl. 17.00 á laugardaginn og enda sundið í Reykjavíkurhöfn. Magnús segir flesta þekkja til þeirrar mikilvægu starfsemi sem

Lesa meira

2
júl
2020

Sérmerktir vatnsbrúsar komnir í vefsölu Ljóssins

Við vorum að fá þessa flottu sérmerktu Camelbak brúsa og eru þeir nú til sölu í vefverslun okkar. Camelbak Chute® Mag vatnsbrúsarnir eru fullkomnir í ræktina, fjallgönguna, í vinnuna eða bara til að hafa heima við. Það sem gerir þá enn flottari er að þeir eru sérmerktir Ljósinu. Sérstök hönnun tappans gerir það að verkum að hann leggst vel frá

Lesa meira

1
júl
2020

Tíminn er dýrmætur, ekki sóa honum

eftir Maríu Ólafsdóttur „Manni lærist að tíminn er dýrmætur og þú átt ekki að sóa honum. Því er mikilvægt að umgangast fólk sem þér finnst skemmtilegt og gera það sem þér finnst skemmtilegt,“ er lærdómur sem Magnea Mist Einarsdóttir, 21 árs Reykvíkingur, dregur af því að hafa greinst með eitlakrabbamein á fjórða stigi, í janúar 2019. Undanfarin misseri hefur Magnea

Lesa meira

30
jún
2020

Stundaskrá – Júlí og ágúst 2020

Kæru vinir, Stundaskrá Ljóssins fyrir júlí og ágúst 2020 er nú komin á vefinn. Áfram verður að sjálfsögðu gætt fyllsta hreinlætis í húsakynnum okkar og rými sótthreinsuð reglulega. Við hvetjum til handþvotts og handspritts, og biðjum þá einstaklinga sem finna fyrir kvefeinkennum að bíða með komu í Ljósið. Smellið hér til að sækja nýja stundaskrá. 

25
jún
2020

Spjall og styrking fyrir nýgreint fólk á öllum aldri

Mánudaginn 6. júlí hefst Spjall og styrking, fræðsla og stuðningur fyrir fólk á öllum aldri sem hefur nýlega greinst með krabbamein. Markmiðið er að nýgreindir fái fræðslu, umræður og vandaða fyrirlestra ásamt stuðningi, til að takast á við breytt lífsskilyrði í kjölfar veikinda og létt geta undir í uppbyggingarferlinu. Frekari upplýsingar má fá í móttöku Ljóssins eða með því að

Lesa meira

25
jún
2020

Frábær þátttaka í fjölskyldugöngu Ljóssins – Myndir

Um 100 manns tóku þátt í árlegri fjölskyldugöngu Ljóssins í gær á Esjunni. Mikill fjöldi gekk alla leið upp að Steini sem er ótrúlegt þrekvirki fyrir fjölmarga í hópnum. „Ég er svo stolt af öllum Ljósberunum sem þrömmuðu í hlíðum Esjunnar þrátt fyrir erfið veikindi og meðferðir sem fylgja,“ sagði Erna Magnúsdóttir forstöðukona Ljóssins í lok dags. Áður en gengið

Lesa meira

16
jún
2020

Lokað í Ljósinu miðvikudaginn 17. júní

Hæ hó jibbí jei! Miðvikudaginn 17. júní verður lokað í Ljósinu venjum samkvæmt. Við opnum aftur hress og kát á fimmtudaginn. Starfsfólk Ljóssins

11
jún
2020

Karlmenn og krabbamein

Fræðandi fyrirlestrar fyrir karlmenn sem greinst hafa með krabbamein síðastliðið ár, hefjast 22. júní. Fyrirlestrarnir verða 4 talsins og fara fram í húsakynnum Ljóssins mánudaga milli 17:00-18:30. Frekari upplýsingar má fá í móttöku Ljóssins í síma 561-3770 eða með því að senda póst á mottaka@ljosid.is. 22. júní: Sigrún Þóra – Streita og slökun 29. júní: Haukur – Líkamleg uppbygging eftir

Lesa meira

10
jún
2020

Fjölskylduganga Ljóssins miðvikudaginn 24. júní

Árleg Fjölskylduganga Ljóssins fer fram miðvikudagurinn 24. júní. Eins og oft áður varð uppáhaldsfjallið okkar, Esjan, fyrir valinu í ár. Lagt verður af stað í fjallið kl. 11 frá Esjustofu þar sem hver gengur á sínum hraða og eins langt og þeir treysta sér til. Starfsfólk Ljóssins mun að venju dreifa sér um hlíðarnar og vera til aðstoðar ef þörf

Lesa meira