Fjölskylduganga Ljóssins miðvikudaginn 24. júní

Árleg Fjölskylduganga Ljóssins fer fram miðvikudagurinn 24. júní.

Eins og oft áður varð uppáhaldsfjallið okkar, Esjan, fyrir valinu í ár.

Lagt verður af stað í fjallið kl. 11 frá Esjustofu þar sem hver gengur á sínum hraða og eins langt og þeir treysta sér til.

Starfsfólk Ljóssins mun að venju dreifa sér um hlíðarnar og vera til aðstoðar ef þörf er á.

Þeir sem treysta sér ekki til að ganga eru eindregið hvattir til að mæta og spjalla og njóta þess að vera úti við rætur fjallsins.

Vinsamlegast athugið að Ljósið verður lokað þennan dag.

Klæðið ykkur eftir veðri og gott er að hafa drykkjarvatn og göngustafina með

Settu gönguna í dagatalið þitt á Facebook með því að smella hér.

Allir velkomnir.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.