Fréttir

1
mar
2019

Kynning frá Stoð

Þriðjudaginn 19. mars verður Stoð með kynningu á ýmsum vörum fyrir konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein.  Sýnd verða gervibrjóst, brjóstahöld, sundföt og fleira. Stoð hefur verið leiðandi í þjónustu við einstaklinga sem þurfa á einhvers konar hjálpartækjum að halda og leggur áherslu á að finna heildarlausnir fyrir viðskiptavini sína. Kynningin hefst kl. 14 og eru allir velkomnir.

28
feb
2019

Við leitum að starfsmanni

Ljósið óskar eftir að ráða starfsmann í móttöku og handverk í 100% starf en viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Æskilegt er að starfsmaðurinn hafi kunnáttu og áhuga á handverki, tilfallandi tölvuvinnu, sé góður í mannlegum samskiptum, heiðarlegur og vinnusamur. Ljósið er skemmtilegur og gefandi vinnustaður sem sérhæfir sig í endurhæfingu fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein

Lesa meira

27
feb
2019

Föstudagsfræðslan í mars

Næstu fyrirlesarar í Föstudagsfræðslunni okkar verða virkilega áhugaverðir. 1. mars ætlar Ingrid Kuhlman, þjálfari, ráðgjafi og MSc í jákvæðri hagnýtri sálfræði að segja okkur frá þremur leiðum til að ná sér í yngri maka. Eða hvað? Mögulega er hún að plata okkur með smá húmor en fyrirlesturinn einblínir einmitt á hvernig húmer getur losað um spennu og létt andrúmsloftið, hann

Lesa meira

18
feb
2019

Höfðingleg gjöf frá Lions

Á dögunum sótti Erna Magnúsdóttir Lionsklúbb Hafnarfjarðar heim til að veita nýju hartastuðtæki viðtöku. Tækið, sem er af nýjustu gerð LIFEPAK CR plus, mun koma að góðum notum en auk þess að vera til staðar í húsi þá bera þjálfarar Ljóssins einnig slíkt tæki með sér í þeim göngum sem farið er fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Lionsklúbburinn gefur Ljósinu einnig kennslu

Lesa meira

4
feb
2019

Ljósið á Læknadögum 2019

„Mat á endurhæfingarþörf einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein.“ var yfirskrift erindis sem G. Haukur Guðmundsson, sjúkraþjálfari í Ljósinu flutti á árlegum Læknadögum nú í lok janúar. Haukur, sem er einn af okkar helstu sérfræðingum í endurhæfingu krabbameinsgreindra með mastersgráðu í íþrótta-og heilsufræðum auk viðbótarmenntun í hreyfingu krabbameinsgreindra frá University of Northern Colorado Cancer Rehabilitation Institute, leiðir teymi sjúkraþjálfara og

Lesa meira

30
jan
2019

Gleðilegt innlit í Ljósið

Nú í lok janúar færði Bessi Gíslason Ljósinu rausnarlega peningaupphæð til minningar um eiginkonu sína Unu Þóru Steinþórsdóttur.Una, sem lést í desember 2017, var yndisleg kona sem sótti margvíslega þjónustu í Ljósið en tilefni gjafarinnar var 70 ára afmæli Bessa þar sem hann lét allar peningagjafir renna að fullu í endurhæfinguna hjá okkur. Með honum í för voru tvö af

Lesa meira

21
jan
2019

Gjöf frá góðu fólki

Í dag færðu aðstandendur Evu Örnólfsdóttur Ljósinu að gjöf tvær over-lock saumavélar, kvengínu, straujárn og ermastraubretti auk fleiri verkfæra til nota í saumahorninu okkar, í minningu Evu. Eva sótti mikla fræðslu, afþreyingu og hreyfingu til okkar en þótti hvað skemmtilegast að mæta á saumanámskeiðin enda mikil hannyrðakona allt sitt líf. Það er von þeirra að með gjöfinni geti enn fleiri

Lesa meira

16
jan
2019

Karlar með krabbamein

Í byrjun febrúar byrjar námskeið fyrir krabbameinsgreinda karlmenn á öllum aldri hjá okkur í Ljósinu. Um er að ræða fjölbreytta fræðslu sem skilur fá umfjöllunarefni eftir óhreyfð: Líkaminn, fjölskyldulífið, streitulosun, samskipti, markmið og framtíðarsýn er meðal fjölmargra umræðuefna sem eru tekin fyrir á fundunum. Á námskeiðinu sláum við einnig á léttari strengi og gefum þátttakendum tækifæri til að spjalla við

Lesa meira

15
jan
2019

Nýtt – Föstudagsfræðsla fyrir 20-45 ára

Nú í vor ætlum við að breyta til og bjóða fólki á aldrinum 20-45 ára upp á fyrirlestra á föstudögum hjá okkur í Ljósinu. Um er að ræða vandaða, fjölbreytta og fræðandi dagskrá þar sem fjallað verður um hinar ýmsu hliðar þess að vera ungur að greinast með krabbamein. Auk þess að fá tól sem sýnt hefur verið fram á

Lesa meira

11
jan
2019

Heilsuefling í þínu lífi fer af stað aftur í næstu viku

Sigrún Þóra, sálfræðingur í Ljósinu, stýrir vinsæla námskeiðinu Heilsuefling í þínu lífi sem fer aftur af stað í næstu viku. Á námskeiðinu læra þátttakendur með hvaða móti núvitund, samkennd og aðrar æfingar geta dregið úr streitu. Námskeiðið fer fram á miðvikudögum og er í fjórum hlutum. Síðast komust færri að en vildu og því hvetjum við ljósbera að hafa samband

Lesa meira