Fréttir

20
jan
2021

Námskeið á döfinni

Nú eru tvö námskeið að fara að hefjast á næstu vikum og er enn möguleiki á að skrá sig til þátttöku. Annarsvegar er það námskeiðið “Fólk með langvinnt krabbamein” sem hefst þann 26.janúar. Markmið þess er að þátttakendur auki jafnvægi sitt í daglegu lífi, virkni, vellíðan og von auk þess að njóta stuðnings jafningja. Hægt er að lesa frekar um

Lesa meira

18
jan
2021

Uppfærð stundaskrá í Ljósinu

Nú er nýtt ár hafið og dagskráin í Ljósinu að komast á fullt skrið. Námskeið og handverkshópar eru ýmist komin af stað eða við það að hefjast. Vegna síðustu rýmkunar á fjöldatakmörkunum vegna Covid-19 höfum við sem dæmi getað fjölgað þeim sem mæta í salinn og aðra hópa. Áfram er þó nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram í tíma en það

Lesa meira

14
jan
2021

Óskaspjöld og gylltur Hummer

Eftir Guðrúnu Friðriksdóttur iðjuþjálfa   Óskaspjöld Einu sinni, í upphafi árs 2020, enduðu sum námskeið í Ljósinu á því að fólk bjó sér til óskaspjald. Við útveguðum stórt karton fyrir hvern og einn, fullt af tímaritum, skæri og lím, allir sátu saman, flettu, klipptu út og límdu á kartonið. Þessir óskaspjalda tímar voru vinsælir og flestum kom á óvart hvað

Lesa meira

11
jan
2021

Vinkvenna minnst

Elín Einarsdóttir færði Ljósinu peningagjöf um daginn að upphæð 200 þúsund krónur. Gjöfina vildi hún tileinka vinkonum sínum Elsu Ester Sigurfinnsdóttur og Hallfríði Ólafsdóttur. Hallfríði kynntist Elín þegar þær voru 9 ára gamlar í skólahljómsveit Kópavogs en Elsu fyrir rúmum áratug. Um tíma áttu þær þó allar samleið þegar þær voru saman í bókaklúbbi sem Elín stofnaði. Gjöfin sem Elín

Lesa meira

7
jan
2021

Landsbyggðardeild Ljóssins tekin til starfa

Landsbyggðardeild Ljóssins, sem er tveggja ára þróunarverkefni, hefur nú tekið til starfa. Ljósið hefur 15 ára reynslu í endurhæfingu krabbameinsgreindra og vill með verkefninu auka aðgengi þeirra sem greinast að endurhæfingarúrræðum óháð búsetu. Verkefnið mun ekki einungis gagnast þeim skjólstæðingum sem nýta þjónustuna og aðstandendum þeirra, heldur einnig fagaðilum víðsvegar um landið. Landsbyggðardeild Ljóssins gefur fagaðilum um land allt tækifæri

Lesa meira

4
jan
2021

Stundaskrá Ljóssins – Janúar 2021

Gleðilegt ár kæru vinir, Dagskráin næsta mánuðinn er nú tilbúin en eftir sem áður nýtum við það svigrúm sem sóttvarnarreglur leyfa starfsemi endurhæfingamiðstöðva. Í Ljósinu er áhersla lögð á persónubundnar sóttvarnir: Handþvott, sprittun og grímunotkun í öllum rýmum. Húsnæði Ljóssins er sótthreinsað reglulega yfir daginn og ráðstafanir gerðar til að tryggja loftgæði. Líkamleg endurhæfing Áfram verður boðið uppá mælingar, viðtöl

Lesa meira

4
jan
2021

SKVER færði Ljósinu 200 þúsund í starf ungra karlmanna

Í lok desember færði Kristófer Jensson Ljósinu 200.000 króna styrk í starf ungra karlmanna í Ljósinu. Upphæðin safnaðist með sölu á plakötum sem Kristófer og Logi Sæmundsson hafa sérhannað fyrir vini og vandamenn undanfarið en 2000 krónur af hverju eintaki runnu til Ljóssins. Logi og Kristófer hafa séð hvað endurhæfingin í Ljósinu skiptir miklu máli en besti vinur þeirra, Hlynur

Lesa meira

17
des
2020

Hvernig snýst iðjuhjólið þitt?

Eftir Guðnýju Katrínu Einarsdóttur iðjuþjálfa Þeir sem verið hafa í Ljósinu í nokkurn tíma hafa eflaust heyrt iðjuþjálfa tala um jafnvægi í daglegu lífi, enda frasi sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur. Með því er átt við að jafnvægi sé á milli mismunandi hlutverka og iðju í okkar lífi, við náum að sinna mismunandi þörfum okkar og hlutverkum, án

Lesa meira

17
des
2020

,,Mér myndi nú alveg duga að halda jól með einu kerti”

Eftir Guðrúnu Áslaugu Einarsdóttur Nú eru bráðum jól. Hátíð sem snertir okkur á einstakan hátt. Þegar undirbúningur jólanna stóð sem hæst á mínu bernskuheimili sagði pabbi stundum: ,,Mér myndi nú alveg duga að halda jól með einu kerti”. Á þeim tíma fannst mér þetta vera algjörlega óhugsandi, enda tilhlökkunin mikil að fá gjafir, horfa á vel skreytt jólatréð í stofunni

Lesa meira

16
des
2020

Starfsemi Ljóssins yfir hátíðarnar

Nú er jólahátíðin að ganga í garð. Lokað verður í Ljósinu frá og með 22. desember og opnar aftur þann 4. janúar 2021. Það verður hægt að hringja til okkar á virkum dögum en einnig verður hægt að panta minningarkort. Starfsfólk Ljóssins hvetur ykkur öll til þess að vera dugleg heima yfir hátíðarnar, hugið að hreyfingu hvort heldur sem er

Lesa meira