Góðgerðarnefnd MR safnaði rúmlega hálfri milljón fyrir Ljósið

Það var glatt á hjalla í Ljósinu í morgun þegar hópur af metnaðarfullum og góðhjörtuðum nemendum í Menntaskólanum í Reykjavík leit við og færði Ljósinu rúmlega 500 þúsund krónur. Nemendurnir eru í Góðgerðarnefnd skólans sem í ár safnaði áheitum fyrir Ljósið á skemmtilegan hátt.

Við sendum okkar allra bestu þakkir til allra sem tóku þátt í þessu flotta framtaki og óskum Góðgerðarnefndinni alls hins besta í námi, líf og leik.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.