Bergmál býður þjónustuþegum Ljóssins í orlofsviku í Bergheimum í sumar

Bergmál líknarfélag býður þjónustþegum Ljóssins að njóta, hvílast, vera með skemmtilegu fólki, fara í gönguferðir eða bara hlusta á fuglana á orlofsviku á Sólheimum (Bergheimahúsi) í Grímsnesi í sumar.

Bergheimar er í eigu Bergmáls líknarfélags og á hverju sumri bjóða þau fólkinu okkar upp á ókeypis orlofsvikur. Stórir hópar frá Ljósinu hafa áður sótt orlofsviku á þeirra vegum og það er aftur í boði í ár. Hjúkrunarfræðingur er á staðnum. Örstutt í sundlaug, góð gönguferðaaðstaða.

Um er að ræða vikuna 30. maí til 4. júní næstkomandi

Gist er í tveggja manna herbergjum með klósetti, sturtu og sjónvarpi. Athugið að vikan er einungis í boði fyrir þjónustuþega en ekki aðstandendur.

Kvöldvaka hvert kvöld. Píanóleikari á staðnum, söngur, gleði, gaman.
Skráning í móttöku Ljóssins til og með 14. apríl.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.