BPW konur færðu Ljósinu veglegan styrk

Félagskonur í BPW á Íslandi litu við hjá okkur í síðustu viku og færðu Ljósinu rúmlega 350.000 króna styrk. Upphæðin er afrakstur fjáröflunar sem fram fór 2.-3. mars þegar hópur BPW kvenna seldi vönduð og falleg notuð föt í Kolaportinu. Framlagið færa þær Ljósinu í nafni Jónu Lindu Hilmisdóttur, klúbbkonu og vinkonu sem kvaddi í fyrra eftir baráttu við krabbamein, sem og allra systra þeirra sem notið hafa góðs af endurhæfingarstarfi Ljóssins.

Frá afhendingu styrksins

„Við í Ljósinu sendum þakkir til allra félagskvenna BPW. Það er óhætt að segja að svona framlag skipti sköpum en hver ein og einasta króna sem okkur gefst rennur í endurhæfingarstarfið og umgjörð þess.“ sagði Erna Magnúsdóttir við afhendingu styrksins.

BPW er klúbbur fyrir konur sem vilja styrkja sjálfa sig og aðra en hér má lesa meira um félagsskapinn: www.bpwiceland.is

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.