Bílastæði við Ljósið

Kæru vinir,

Eins og flestir vita eru bílastæðin í kringum Ljósið af skornum skammti, því miður. Með viljann að vopni og jákvæðnina í farteskinu hefur okkur tekist að vinna með þau stæði sem eru til staðar og fólk komist í endurhæfinguna til okkar. Þó að stundum þurfi að leggja fjær og ganga smá spöl.

Af gefnu tilefni langar okkur langar að skerpa á því að þegar lagt er við íbúðarhús í nágrenni Ljóssins að ökutækið sé ekki fyrir innkeyrslum og skúrum.

Einnig langar okkur að benda á að það eru oft næg bílastæði hjá vinum okkar við húsnæði KFUM á Holtavegi. Þaðan er nokkura mínútna ganga í Ljósið og því hægt að auka súrefnisinntöku áður en komið er í hús.

Með virðingu og vinsemd,

Starfsfólk Ljóssins

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.