Fréttir

23
ágú
2024

Frábærri skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons lokið

Nú er maraþongleðin í hávegi í Ljósinu og einungis nokkrir klukkutímar í að ræst verður í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2024. Undanfarna tvo daga hefur starfsfólk Ljóssins staðið vaktina á skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons, Fit&run, í Laugardalshöll og afhent yfir 250 boli til allra okkar dásamlegu einstaklinga sem hlaupa fyrir Ljósið á morgun – Takk fyrir komuna öll! Það er okkar mat (algjörlega hlutlaust)

Lesa meira

21
ágú
2024

Maraþon eftirpartý Ljóssins 2024 á Hafnartorgi

Ljósið býður í eftirpartý fyrir hlaupagarpa sem og aðstandendur að Reykjavíkurmaraþoni loknu! Þar verður gleðin og þakklætið við völd, léttar veitingar og myndabás. Lukkudýr Ljóssins mætir og kætir unga sem aldna. Litla Ljósabúðin verður á staðnum. Við vonumst til að sjá sem flest á Hafnartorgi (Hafnarstræti 19) klukkan 11:00 – 14:00. Hér finnið þið viðburðinn á Facebook en á myndinni

Lesa meira

20
ágú
2024

Vatnslitaverk Ölmu til styrktar Ljósinu á Menningarnótt

Fuglar og landslag eru megin áherslur í vatnslitaverkum Ölmu Sigrúnar sem seld verða á markaði Sjóminjasafnsins á menningarnótt. Alma Sigrún sótti endurhæfingu í Ljósið fyrir nokkrum árum og fékk þar að kynnast hinum margvíslegu formum myndlistar á námskeiði sem hún sótti samhliða annarri endurhæfingu. Þar fönguðu vatnslitirnir huga hennar og síðan þá hefur hún sótt námskeið í listforminu. Þau verk

Lesa meira

16
ágú
2024

Derhúfur og hlaupagleraugu merkt Ljósinu í takmörkuðu upplagi

Í aðdraganda Reykjavíkurmaraþons bjóðum við til sölu hlaupagleraugu og derhúfur í takmörkuðu upplagi. Við hvetjum þau sem vilja kaupa sér varning til að smella sér í vefverslun Ljóssins eða kíkja við hjá okkur á Langholtsveginum. Ef eitthvað verður eftir að gleraugum og derhúfum munum við taka það með okkur á skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons sem fram fer á fimmtudag og föstudag í

Lesa meira

15
ágú
2024

Hvetjum saman í Reykjavíkurmaraþoninu

Hvetjum saman 2024 – Ljósið býður í klappveislu! Eins og undanfarin ár verður klapplið Ljóssins á sínum stað til að hvetja okkar frábæru hlaupara til dáða í Reykjavíkurmaraþoninu. Við munum koma okkur fyrir við JL húsið á mótum Hringbrautar og Eiðisgranda. Þar munum við hvetja og hafa læti eins og okkur er einum lagið frá kl: 9:00 og þar til

Lesa meira

9
júl
2024

TeamTinna færði Ljósinu veglegan styrk

Í dag fengum við heimsókn frá góðum gestum þegar Andrea Ýr og Hjördís Dögg frá góðgerðarfélaginu TeamTinna litu við. TeamTinna eru félagasamtök til heiðurs og minningar um Tinnu Óskar Grímarsdóttur sem lést úr ristilkrabbameini árið 2023. Samtökin voru stofnuð af hennar nánustu í maí 2023 og varð heimasíða félagsins opinberlega opnuð á afmælisdag Tinnu, 19. maí sama ár. Markmið félagsins

Lesa meira

3
júl
2024

Sólstöðumót Lauga fór vel fram

Sólstöðumót Lauga til styrktar Ljósinu fór fram í Grafarholtinu, föstudaginn 21. júní síðastliðinn. Mikil stemning var á vellinum og við þökkum honum Lauga aftur kærlega fyrir stuðninginn. Það er algjörlega ómetanlegt að hafa svona flott fólk með okkur í liði og við hlökkum til næsta golfmóts!  

2
júl
2024

Ljósavarningur til sölu í júlí

Júlí er mánuður Ljóssins í Nettó og þá verður varningur til styrktar Ljósinu til sölu í verslunum Nettó um allt land. Allur ágóðinn rennur óskiptur til endurhæfingar fólks sem hefur greinst með krabbamein og í fyrra gekk verkefnið vonum framar. Við söfnuðum 5 milljónum fyrir Ljósið og það var gaman að sjá að pokarnir urðu „trend“. Ljósið er að hluta

Lesa meira

1
júl
2024

Kveikjum Ljósið í júlí

Kveikjum Ljósið í júlí! Varningur til styrktar Ljósinu verður til sölu í Nettó um allt land í júlí. „Ljósið er hæst á lofti í júlí. Þá eru allir á ferðinni og vantar sundpoka og spil fyrir útileguna,“ segir Helga Dís Jakobsdóttir, markaðs- og upplifunarstjóri Nettó. Júlí er mánuður Ljóssins í Nettó. Þá er hægt að kaupa varning merktan Ljósið x

Lesa meira

25
jún
2024

Gaf Ljósinu afmælispeninginn sinn

Í gær fengum við óvæntan styrk þegar hún Fanney Þóra Þórsdóttir færði Ljósinu allan afmælispeninginn sinn! Fanney Þóra átti stórafmæli 15. júní en þá varð hún 30 ára. Hún hafði óskað sér pening til þess að gefa áfram í Ljósið en hún er búin að vera í endurhæfingu síðan í júlí 2023 og er afar þakklát fyrir starfsemi Ljóssins. Fanney

Lesa meira