Fréttir

21
okt
2020

Litlir hópar í líkamlegri endurhæfingu að hefjast

Hópar í líkamlegri endurhæfingu hjá Ljósinu fara rólega af stað aftur vikuna 26. -30. október. Sóttvarnir verða í fyrirrúmi eins og alltaf hjá okkur, grímuskylda og sprittað milli tækja og milli hópa. Til að byrja með fá einungis fimm að vera í salnum í einu, hvort sem það er í tækjatíma eða leiddum tíma, eins og Jafnvægi, Stoðfimi og Eftir

Lesa meira

21
okt
2020

Hin daglegu akkeri

eftir Guðrúnu Friðriksdóttur Daglega notum við einhvers konar akkeri sem skilgreina tíma okkar, deila honum upp og skammta okkur hann. Fólkið í kringum okkur, aðstæður og okkar eigin ákvarðanir verða að þessum akkerum og halda okkur stöðugum í hinu daglega lífi: Við vitum að vekjaraklukkan hringir klukkan sjö, að við þurfum að mæta í vinnuna klukkan átta og fara í

Lesa meira

20
okt
2020

Endurhæfing eftir aðgerð á brjósti

eftir Ingu Rán Gunnarsdóttur Það er mikilvægt fyrir konur jafnt sem karla, sem gangast undir aðgerð á brjósti, að huga vel að þjálfun og hreyfingu að aðgerð lokinni. Við inngrip sem þetta er ekkert óeðlilegt að skerðing verði á hreyfingu í kjölfarið og til að sporna gegn þeirri þróun er mikilvægt að byrja snemma að vinna gegn skerðingunni með réttum

Lesa meira

19
okt
2020

…og svo slaka

eftir Helgu Jónu Sigurðardóttur Öll finnum við einhvern tímann fyrir óróleikatilfinningu við hinar ýmsar aðstæður. Kannist þið t.d. við  að finna fyrir spennu og kvíða þegar þið sitjið á biðstofunni að bíða eftir læknistímanum eða mikilvægu símtali? Eruð þið með börn á heimilinu sem eru t.d. stressuð fyrir prófinu á morgun eða fyrsta skóladeginum? Í dag eru margir að upplifa

Lesa meira

19
okt
2020

Útivist bætir og kætir – líka á veturna

eftir Guðrúnu Erlu Þorvarðardóttur Nú þegar daginn er að stytta og kuldinn sækir að er erfiðara að fara út og hreyfa sig. En það er gott að hreyfa sig utandyra í fersku lofti. Það gefur okkur aukna orku og okkur líður betur á eftir. Hversu lengi við erum úti eða hversu langt við göngum fer eftir dagsforminu okkar, stundum getum

Lesa meira

19
okt
2020

Gleði og dund í steinastund

Hún okkar Sigrún Marinósdóttir kom við í Ljósinu í dag til að taka stöðuna á hvernig gengi nú þegar starfsemi Ljóssins er með minna móti vegna Covid19. Eins og mörg ykkar vita þá er Sigrún alger töfrakona þegar kemur að ýmsu handverki en hún hefur verið leiðbeinandi á ýmsum námskeiðum hér í Ljósinu eins og steinamáluninni sem var ansi vinsælt

Lesa meira

19
okt
2020

Hvað gerist þegar þú ferð í nálastungur og nudd?

eftir Brynju Árnadóttur Í líkama þínum eru 14 orkubrautir sem á eru margvísleg svæði eða punktar. Þegar stungið er í þessa punkta hefur það áhrif á flæðið í þeirra orkubraut sem punkturinn er staðsettur á. Fleiri orkubrautir tengjast svo þessum aðabrautum en þær hafa þó ekki sína eigin punkta. Stærsta rásin er blöðrubrautin en hún liggur frá höfði, niður eftir

Lesa meira

16
okt
2020

Hvatning frá Gyðu Rán

eftir Gyðu Rán Árnadóttur Þetta eru skrýtnir tímar sem við erum stödd á. Fyrir suma er þetta spurning um að staldra við heima hjá sér, komast ekki í vinnu vegna hópaskiptinga, geta ekki hitt vini og vandamenn, eða hreinlega að geta ekki rúntað um Smáralind og viðhaldið neyslubrjálæðinu sem á sér stað í okkar veröld í dag. En fyrir aðra

Lesa meira

13
okt
2020

Gefum okkur stund fyrir dund

eftir Guðrúnu Áslaugu Einarsdóttur Þegar börn dunda sér þá er það talið merki um að þeim líði vel. Þau eru upptekin í einhverju sem nær að fanga huga þeirra og gleyma stað og stund. Það getur verið hvað sem er, leikur, bók, spil eða annað. Þegar við sem fullorðin dundum okkur þá er það ekki endilega talið eins jákvætt. Okkur

Lesa meira

13
okt
2020

Ert þú að greinast með krabbamein á tímum kórónuveiru?

Höfundur ritaði þessa grein í apríl sl. Greinin á jafn vel við í dag þar sem við erum nú ennþá í miðjum faraldri og því sendum við hana út aftur. Nú er allur heimurinn á hvolfi, kórónuveiran er allt í einu orðið undarlegt sameiningartákn allra þjóða þar sem öll tilvera okkar er lituð af þessum heimsfaraldri, ekkert er eins og

Lesa meira