Fréttir

19
nóv
2018

Ljósablaðið 2018

Ferðalög ljósbera, samvinna við Barnaspítalann og fyrsta heimsókn heilbrigðisráðherra í Ljósið eru meðal spennandi umfjöllunarefna 12. útgáfu Ljósablaðsins sem nú er komin út. Þar má einnig finna greinar eftir fagfólk Ljóssins, viðtöl við Ljósbera, brot úr  verkefnum og viðburðum sem Ljósið hefur staðið fyrir og tekið þátt í frá því að síðasta blað kom út. Blaðið er á leiðinni til

Lesa meira

15
nóv
2018

Snyrtinemar FB í Ljósinu

Útskriftarnemar af snyrtibraut FB óskuðu eftir að fá að koma í Ljósið og æfa sig í að farða þau fögru flóð sem hingað koma. Að sjálfsögðu var tekið fagnandi við slíkri beiðni. Því er skemmst frá að segja að hingað komu átta efnilegir verðandi förðunarfræðingar sem drógu fram það besta í módelum sínum. Módelunum þótti mikið til koma og var

Lesa meira

13
nóv
2018

Fyrirlestur um lífeyrismál

Á fimmtudaginn kemur, þann 15. nóvember, verður fyrirlestur í Ljósinu um lífeyrismál og hvernig starfsmenn fjármálastofnanna geta komið til móts við viðskiptavini þegar áföll banka uppá. Fyrirlesturinn hefst kl. 13 og er í boði Íslandsbanka og eru það starfsmenn hans sem verða með erindin. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.    

13
nóv
2018

Falleg tækifæriskort hönnuð af ljósberum til styrktar Ljósinu

Nú fást til sölu falleg tækifæriskort sem eru hönnuð af einstaklingum sem hafa sótt endurhæfingu í Ljósinu. Listamennirnir eru Sigrún Einarsdóttir, Hrönn Pétursdóttir og Melkorka Matthíasdóttir. Í hverjum pakka eru 6 kort og með þeim fylgja umslög. Hver pakki kostar 2000 krónur og fæst í móttöku Ljóssins.  

2
nóv
2018

Ég var samt smátt og smátt að missa bjartsýnina

Jafningjafræðsla fyrir unga maka fer aftur af stað í næstu viku. Að þessu tilefni fengum við góðfúslegt leyfi hjá Karli Hreiðarssyni til að birta eldri færslu þar sem hann segir ávinning af slíkum stuðningi ómetanlegan. Vorið 2007 greindist konan mín með brjóstakrabbamein. Við vorum (og erum enn!) ung þegar það kom upp, hún rétt orðin 27 ára og ég árinu eldri. 

Lesa meira

29
okt
2018

Ljósafoss niður hlíðar Esju

Athugið uppfærð dagsetning! Hinn árlegi Ljósafoss niður hlíðar Esjunnar mun eiga sér stað laugardaginn 1. desember næstkomandi. Þar mun stór hópur göngfólks ganga af stað klukkan 15:00 upp að Steini og fara svo niður með höfuðljós og mynda fallegan Ljósafoss. Er þetta gert til að minna á mikilvægi starfsemi Ljóssins sem er endurhæfingar-og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra.  Björgunarsveitin

Lesa meira

25
okt
2018

Sultu- og jólakortasala á vegum Bergmáls í Ljósinu

Fimmtudaginn 1. nóvember n.k. fáum við góða gesti í heimsókn til okkar í Ljósið. Það eru forsvarsmenn Bergmáls, líknar- og vinafélags, en tilgangur félagsins er m.a. að hlúa að krabbameinssjúkum.  Heimsókn þeirra er jafnframt liður í fjáröflun félagsins og því koma þau hlaðin gómsætum sultum og hugsanlega einhverju fleiru sem þau bjóða gestum og gangandi að kaupa. Þetta er í

Lesa meira

25
okt
2018

Jafningjahópur fyrir unga maka

Þriðjudaginn 13. nóvember hefst að nýju jafningjahópur fyrir unga maka.  Markmiðið með þessum hópi er að gefa mökum þeirra sem greinst hafa með krabbamein, tækifæri til að hitta aðra í svipuðum sporum og tjá sig, en nánustu aðstandendur hafa oft á tíðum mikla þörf fyrir stuðning af þessu tagi. Til að byrja með verða skiptin fjögur, þ.e. á þriðjudögum frá

Lesa meira

5
okt
2018

Hópeflisdagur starfsfólks 12. október – Lokað

Föstudaginn 12. október n.k. verður lokað í Ljósinu vegna hópeflisdags starfsfólks. Starfshópurinn mætir svo tvíefldur til starfa mánudaginn 15. október með fullhlaðin batterí og gleðina í fyrirrúmi.  Yfirleitt er nú samt stutt í gleðina hjá starfsfólki Ljóssins en afskaplega gott að þétta raðirnar svona stöku sinnum. Þar sem þessi hópeflisdagur var ákveðin í vor þótti okkur afskaplega leiðinlegt að sjá

Lesa meira

2
okt
2018

Gríptu daginn

Þeir eru ófáir sem hugsa til Ljóssins og vilja styrkja það með einum eða öðrum hætti og nú nýverið barst Ljósinu slíkur styrkur.  Styrkurinn er í formi geisladisks sem ber það hvetjandi heiti ,,Gríptu daginn”.  Á diskinum eru níu frumsamin lög eftir Hróbjart Jónatansson, hæstaréttarlögmann. Geisladiskurinn er fáanlegur í Ljósinu og kostar 2500 kr. og rennur allur ágóði í starfsemi

Lesa meira