Fréttir

7
mar
2019

Ljósið stækkar

Þrátt fyrir viðbyggingu á húsnæði Ljóssins árið 2015 er húsnæðið enn á ný orðið of þröngt. Um töluvert skeið hefur því verið leitað lausna og hefur nú verið fest kaup á húsi sem flutt verður á lóð okkar á Langholtsvegi 47. Með viðbótinni er ætlunin að geta boðið krabbameinsgreindum meðal annars upp á betri aðstöðu til sjúkraþjálfunar og líkamsræktar. Samhliða

Lesa meira

5
mar
2019

Heimsókn á Kaffibrugghúsið

Á síðasta degi febrúarmánaðar heimsótti jafningjahópur krabbameinsgreindra á aldrinum 20-45 ára í Ljósinu Kaffibrugghúsið á Granda heim. Þó svo að ekki sé búið að opna fyrir gestum og gangandi bauð Sonja Björk Grant, sem er einn af okkar þekkingarmestu kaffibarþjónum og eigandi fyrirtækisins okkur í ævintýralega fræðslu um kaffiræktun, tínslu, brennslu og uppáhellingu kaffis. Hluti af upplifuninni var að smakka

Lesa meira

5
mar
2019

Orlofsvika í Bergheimum

Bergmál líknarfélag býður ljósberum að njóta, hvílast, vera með skemmtilegu fólki, fara í gönguferðir eða bara hlusta á fuglana á orlofsviku á Sólheimum (Bergheimahúsi) í Grímsnesi í sumar. Bergheimar er í eigu Bergmáls líknarfélags og á hverju sumri bjóða þau fólkinu okkar upp á ókeypis orlofsvikur. Í fyrra fór stór hópur frá Ljósinu og það er aftur í boði í

Lesa meira

1
mar
2019

Kynning frá Stoð

Þriðjudaginn 19. mars verður Stoð með kynningu á ýmsum vörum fyrir konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein.  Sýnd verða gervibrjóst, brjóstahöld, sundföt og fleira. Stoð hefur verið leiðandi í þjónustu við einstaklinga sem þurfa á einhvers konar hjálpartækjum að halda og leggur áherslu á að finna heildarlausnir fyrir viðskiptavini sína. Kynningin hefst kl. 14 og eru allir velkomnir.

28
feb
2019

Við leitum að starfsmanni

Ljósið óskar eftir að ráða starfsmann í móttöku og handverk í 100% starf en viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Æskilegt er að starfsmaðurinn hafi kunnáttu og áhuga á handverki, tilfallandi tölvuvinnu, sé góður í mannlegum samskiptum, heiðarlegur og vinnusamur. Ljósið er skemmtilegur og gefandi vinnustaður sem sérhæfir sig í endurhæfingu fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein

Lesa meira

27
feb
2019

Föstudagsfræðslan í mars

Næstu fyrirlesarar í Föstudagsfræðslunni okkar verða virkilega áhugaverðir. 1. mars ætlar Ingrid Kuhlman, þjálfari, ráðgjafi og MSc í jákvæðri hagnýtri sálfræði að segja okkur frá þremur leiðum til að ná sér í yngri maka. Eða hvað? Mögulega er hún að plata okkur með smá húmor en fyrirlesturinn einblínir einmitt á hvernig húmer getur losað um spennu og létt andrúmsloftið, hann

Lesa meira

18
feb
2019

Höfðingleg gjöf frá Lions

Á dögunum sótti Erna Magnúsdóttir Lionsklúbb Hafnarfjarðar heim til að veita nýju hartastuðtæki viðtöku. Tækið, sem er af nýjustu gerð LIFEPAK CR plus, mun koma að góðum notum en auk þess að vera til staðar í húsi þá bera þjálfarar Ljóssins einnig slíkt tæki með sér í þeim göngum sem farið er fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Lionsklúbburinn gefur Ljósinu einnig kennslu

Lesa meira

4
feb
2019

Ljósið á Læknadögum 2019

„Mat á endurhæfingarþörf einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein.“ var yfirskrift erindis sem G. Haukur Guðmundsson, sjúkraþjálfari í Ljósinu flutti á árlegum Læknadögum nú í lok janúar. Haukur, sem er einn af okkar helstu sérfræðingum í endurhæfingu krabbameinsgreindra með mastersgráðu í íþrótta-og heilsufræðum auk viðbótarmenntun í hreyfingu krabbameinsgreindra frá University of Northern Colorado Cancer Rehabilitation Institute, leiðir teymi sjúkraþjálfara og

Lesa meira

30
jan
2019

Gleðilegt innlit í Ljósið

Nú í lok janúar færði Bessi Gíslason Ljósinu rausnarlega peningaupphæð til minningar um eiginkonu sína Unu Þóru Steinþórsdóttur.Una, sem lést í desember 2017, var yndisleg kona sem sótti margvíslega þjónustu í Ljósið en tilefni gjafarinnar var 70 ára afmæli Bessa þar sem hann lét allar peningagjafir renna að fullu í endurhæfinguna hjá okkur. Með honum í för voru tvö af

Lesa meira

21
jan
2019

Gjöf frá góðu fólki

Í dag færðu aðstandendur Evu Örnólfsdóttur Ljósinu að gjöf tvær over-lock saumavélar, kvengínu, straujárn og ermastraubretti auk fleiri verkfæra til nota í saumahorninu okkar, í minningu Evu. Eva sótti mikla fræðslu, afþreyingu og hreyfingu til okkar en þótti hvað skemmtilegast að mæta á saumanámskeiðin enda mikil hannyrðakona allt sitt líf. Það er von þeirra að með gjöfinni geti enn fleiri

Lesa meira