Líkamleg endurhæfing – Dagskrá haustsins

Haustdagskrá Ljóssins 2020 er nú að taka á sig mynd.

Sökum fjöldatakmarkana breytum við fyrirkomulagi í æfingasal inn í haustið.

Frá og með 3. september bjóðum við upp á 20 tíma í tækjasal yfir vikuna. Líkt og verið hefur þurfa allir að bóka sig í tíma og getur hver einstaklingur bókað tvo tíma í viku. Allir aldursskiptir tímar hverfa því úr stundatöflunni á meðan hertar sóttvarnarreglur eru í gildi.

Með þessu móti aukum við aðgengi að salnum og hámörkum nýtingu hans.

Bóka þarf tíma í jóga og slökun, jafnvægistíma, stoðfimi, og tíma fyrir konur sem farið hafa í aðgerð á brjóstum vegna krabbameins.

Ekki er þörf á að skrá sig í göngu.

Um leið og slakað verður á samkomutakmörkunum verður dagskráin endurskoðuð.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.