Fréttir

25
sep
2023

Samtalið heim – Nánd og samlíf með Áslaugu kynfræðing í dag

Kæru vinir, Því miður komu upp tæknilegir örðuleikar hjá okkur og ekki tókst að senda út link á alla þáttakendur námskeiðsins Samtalið heim sem verður í dag klukkan: 16:30 Því setjum við slóðina hér fyrir þá sem vilja taka þátt á ZOOM. Þeir sem vilja koma í hús eru velkomnir í Ljósið kl. 16:30.   Með kærri kveðju, Starfsfólk Ljóssins

8
sep
2023

Breytingar á stundaskrá líkamlegrar þjálfunar vikuna 11.-15.september

Kæru vinir, Breytingar verða á stundaskrá líkamlegrar endurhæfingar þar sem hluti þjálfara eru að fara á ráðstefnu. Hádegistíminn þol og teygjur fellur niður miðvikudaginn 13.september og föstudaginn 15.september. Þol og styrkur fellur niður fimmtudaginn 14. september kl.15:00. Við minnum einnig á að það er nauðsynlegt að skrá sig bæði í tækjasalinn og hóptíma. Bestu kveðjur þjálfarar Ljóssins

6
sep
2023

Strákahittingarnir að byrja á ný 12.september

Ungir karlmenn 18-45 ára hittast í hádegisverði í Ljósinu á þriðjudögum kl.12:00. Ljósið býður upp á næringarríkan hádegisverð.  Þeir sem vilja geta byrjað á því að taka á því í salnum kl.11:00 með Stefáni og Indriða og farið svo beint í mat. Hér gefst tækifæri til að hitta aðra stráka og borða góðan mat. Okkur hlakkar til að sjá ykkur, Matti,

Lesa meira

5
sep
2023

Kiwanisklúbburinn Eldey færð Ljósinu afrakstur góðgerðargolfmóts

Kiwanisklúbburinn Eldey, Kópavogi, afhenti í dag Ljósinu styrk að upphæð 800.000 króna. Var þetta afrakstur af góðgerðargolfmóti sem leikið var 24. júlí á Kirkjubólsvelli í Sandgerði. Í ár var 12. árið sem mótið var haldið og hefur allur ágóði af mótinu síðustu ára runnið til Ljóssins og vilja þeir með framlaginu borga til baka í starfið en nokkrir af þeirra

Lesa meira

31
ágú
2023

Víkingar afhentu vegleg verðlaun

Erna Magnúsdóttir framkvæmdarstýra Ljóssins mætti í Víkina um síðustu helgi og tók við ávísun upp á þrjár milljónir króna sem var ágóðinn af sölu á góðgerðartreyju Víkings 2023. Fulltrúar frá Havarí, Hildi Yeoman, Macron og Víkingi afhentu ávísunina fyrir leik Víkings og Breiðabliks. Treyjan sem er hönnuð af Hildi Yeoman og framleidd af Macron var aðeins framleidd í 300 eintökum

Lesa meira

29
ágú
2023

Haustið í Ljósinu

Heil og sæl kæru vinir, Við í Ljósinu fögnum hverri árstíð og förum spennt inn í haustið sem sannarlega hefur sinn sjarma. Haustdagskrá Ljóssins býður uppá mikið úrval af dagskrárliðum, þjónustuþegar okkar ættu því að finna eitthvað við sitt hæfi. Hér að neðan stiklum við á stóru á því sem í boði er. Við hvetjum ykkur eindregið til að kynna

Lesa meira

25
ágú
2023

Pokar og spil til sölu í móttöku

Nú þegar samstarfsverkefni Ljóssins og Nettó er lokið þá seljum við lokaeintökin okkar í móttöku Ljóssins. Við hvetjum alla þá sem vantar góðan poka undir æfingarfötin eða nýja spilastokk til að kíkja við og festa kaup á þessum fallega varningi. Verð er 2.500 krónur á stokk annars vegar og poka hins vegar.

24
ágú
2023

Fagnaði 70 árum og færði Ljósinu rausnarlega gjöf

Rósa Stefánsdóttir leit við hjá okkur á Langholtsveginn í dag og færði Ljósinu rúmlega 300 þúsund krónur. Framlaginu safnaði Rósa þegar hún fagnaði 70 árum með pompi og prakt með ættingjum og vinum, og hvatti alla til að styrkja Ljósið að því tilefni. Við þökkum Rósu kærlega fyrir sitt framlag til endurhæfingarinnar í Ljósinu.  

24
ágú
2023

Lokað í Ljósinu um mánaðarmót vegna starfsdaga

Miðvikudaginn 30. ágúst, fimmtudaginn 31. ágúst og föstudaginn 1. september verður lokað í Ljósinu vegna starfsdaga. Starfsfólk Ljóssins nýtir þessa daga til endurmenntunar og skipulags fyrir komandi önn. Við hvetjum þjónustuþega til þessa njóta þessara daga og huga vel að líkama og sál. Bestu kveðjur, Starfsfólk Ljóssins

23
ágú
2023

Maraþonþakkir frá Ljósinu

Kæru vinir, Nú þegar maraþongleðin er að baki í ár eru dagarnir farnir að færast í örlítið eðlilegra horf á Langholtsveginum. Við erum þó hvergi nærri komin á jörðina eftir vel heppnaða skráningarhátíð í Laugardalshöll og ógleymanlegan maraþondag – Þvílík orka! Nú að hlaupi loknu langar okkur að senda þakklætiskveðjur til allra þeirra sem komu að hlaupinu með einum eða

Lesa meira