Kiwanisklúbburinn Eldey færð Ljósinu afrakstur góðgerðargolfmóts

Kiwanisklúbburinn Eldey, Kópavogi, afhenti í dag Ljósinu styrk að upphæð 800.000 króna. Var þetta afrakstur af góðgerðargolfmóti sem leikið var 24. júlí á Kirkjubólsvelli í Sandgerði.

Í ár var 12. árið sem mótið var haldið og hefur allur ágóði af mótinu síðustu ára runnið til Ljóssins og vilja þeir með framlaginu borga til baka í starfið en nokkrir af þeirra félögum hafa notið endurhæfingar í Ljósinu.

Styrkurinn nýtist vel í ört stækkandi starfsem Ljóssins og erum við þeim afskaplega þakklát.

Fulltrúar Kiwanisklúbbsins Eldeyjar ásamt Ernu Magnúsdóttur, framkvæmdastýru Ljóssins

 

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.