Fagnaði 70 árum og færði Ljósinu rausnarlega gjöf

Rósa Stefánsdóttir leit við hjá okkur á Langholtsveginn í dag og færði Ljósinu rúmlega 300 þúsund krónur. Framlaginu safnaði Rósa þegar hún fagnaði 70 árum með pompi og prakt með ættingjum og vinum, og hvatti alla til að styrkja Ljósið að því tilefni.

Við þökkum Rósu kærlega fyrir sitt framlag til endurhæfingarinnar í Ljósinu.

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.