Maraþonþakkir frá Ljósinu

Kæru vinir,

Nú þegar maraþongleðin er að baki í ár eru dagarnir farnir að færast í örlítið eðlilegra horf á Langholtsveginum. Við erum þó hvergi nærri komin á jörðina eftir vel heppnaða skráningarhátíð í Laugardalshöll og ógleymanlegan maraþondag – Þvílík orka!

Nú að hlaupi loknu langar okkur að senda þakklætiskveðjur til allra þeirra sem komu að hlaupinu með einum eða öðrum hætti: Þið sem hlupuð, þið sem hvöttuð og þið sem styrktuð. Reykjavíkurmaraþon er einn stærsti fjáröflunarliður Ljóssins og það er óhætt að segja að árið í ár sýni enn og aftur að þjóðin er með okkur í liði og vill tryggja að endurhæfing krabbameinsgreindra fái brautargengi inn í framtíðina.

Alls hlupu 249 einstaklingar í nafni Ljóssins og söfnuðu samtals 19.933.770 krónum!

Þessi upphæð mun svo sannarlega koma að góðum notum en stærsti hlutinn fer í húsnæðissjóð Ljóssins en á næstu misserum stefnum við að því að komast í enn stærra húsnæði með endurhæfinguna okkar.

Við þökkum ykkur öllum innilega fyrir einstakann stuðning og velvilja í garð Ljóssins og hlökkum til að sjá ykkur að ári. Fyrir öll ykkar sem eruð byrjuð að telja niður í næsta maraþon bendum við á Maraþonstjörnuhópinn okkar á Facebook þar sem við sendum inn upplýsingar þegar nær dregur hlaupi.

Við endum þetta með nokkrum skemmtilegum myndum frá deginum – Finnur þú mynd af þér? Endilega deildu henni áfram og taggaðu okkur:)

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.