Fréttir

5
maí
2020

Tímar í nýjum tækjasal Ljóssins hefjast miðvikudaginn 6. maí

Frá og með miðvikudeginum 6.maí bjóðum við upp á tíma í nýjum tækjasal Ljóssins. Vegna skilyrða um tveggja metra fjarlægð verður hámarksfjöldi í hverjum tíma sjö manns nema annað sé tekið fram. Nokkrir tímar verða í boði dag hvern, en nauðsynlegt er að skrá sig í móttöku Ljóssins í síma 561-3770. Í boði verða eftirfarandi tímar: Opnir tímar fyrir alla Mánudaga til föstudaga

Lesa meira

4
maí
2020

Skammtíma sköpun – Vorið vaknar

ATHUGIÐ: VIÐ ERUM BYRJUÐ AÐ SKRÁ Á BIÐLISTA FYRIR NÆSTA NÁMSKEIÐ Námskeiðið Skammtíma sköpun: Vorið vaknar hefst í Ljósinu miðvikudaginn 6. maí. Um er að ræða glænýtt námskeið þar sem náttúru, sköpun, útivist, samveru og samtali er blandað saman á skemmtilegan máta. Unnið er í litlum hópum og er markmiðið að stíga út fyrir það hversdagslega með hjálp sköpunarkrafts náttúrunnar.

Lesa meira

3
maí
2020

Gönguhópar Ljóssins hefjast mánudaginn 4. maí

Í ljósi aðstæðna höfum við ákveðið að fjölga göngum og kynnum nýtt fyrirkomulag á skráningu: Tvær göngur verða á dagskrá á hverjum degi inn í vorið. Í hverjum hópi verða 10 manns að hámarki. – Lengri ganga hefst klukkan 10:30 – Styttri ganga hefst klukkan 10:45. Gengið er frá bílaplani Ljósins Skráning og frekari upplýsingar má fá í móttöku Ljóssins í síma 561-3770.

30
apr
2020

Ljósið opnar aftur í litlum skrefum

Í samræmi við heimild heilbrigðisráðherra að fenginni tillögu Þórólfs sóttvarnarlæknis höfum við ákveðið að opna Ljósið í smáum skrefum frá og með 4. maí næstkomandi. Á meðan tveggja metra reglan er í gildi er húsið einungis opið þeim sem eiga bókaðan tíma hjá fagaðila. Í fyrstu verður boðið upp á eftirfarandi þjónustu: Einstaklingsviðtöl hjá iðjuþjálfum, sjúkraþjálfurum, sálfræðiráðgjafa, markþjálfa og fjölskyldumeðferðarfræðing

Lesa meira

28
apr
2020

Aukin fjarheilbrigðisþjónusta hjá Ljósinu vegna Covid 19

Fjarheilbrigðisþjónusta nú í boði í Ljósinu. Á undanförnum vikum hefur Ljósið innleitt nýja fjarheilbrigðisþjónustu í gegnum forritið Kara Connect. Kara Connect býður upp á sérhæfðan hugbúnað fyrir aðila sem fást við viðkvæmar persónuupplýsingar eins og til dæmis heilbrigðisstofnanir en forritið er vottað af landlækni og stenst kröfur persónuverndarlaga (GDPR). Fyrirkomulagið er einfalt en krabbameinsgreindir og aðstandendur þeirra óska eftir fjarfundi

Lesa meira

25
apr
2020

Þið glæðið Ljósið lífi – Skilaboð til Ljósbera

Elskulegu Ljósberar. Ljósið er 15 ára í ár.  Frá stofnun höfum við upplifað ótrúlega miklar breytingar. Við byrjuðum með hugsjón um að stofna litla endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda þar sem fyrsti fundurinn var haldinn heima í stofunni minni með áhugasömu fólki sem vildi gera allt til að hjálpa til við að gera drauminn að veruleika.  Í dag erum við með tvö

Lesa meira

16
apr
2020

Tónheilun og hugleiðsla

eftir Berglindi Baldursdóttur  Tónheilun er frekar nýtt fyrirbrigði hérlendis. Margar jógastöðvar bjóða nú upp á slíkt en um er að ræða nokkurs konar hljóðbylgjumeðferð sem á að ýta undir slökun og vellíðan. Tónarnir eru framkallaðir með því að „spila” á sérstakar skálar úr stáli eða kristal með þar til gerðu áhaldi. Stundum er gong einnig notað. Þessar skálar eru oft

Lesa meira

16
apr
2020

Nýtt: Spjallhópur fyrir alla virka þjónustuþega Ljóssins

Góðan og gleðilegan fimmtudag, Undanfarnar vikur höfum við verið að ræða við þjónustuþega í gegnum síma og tölvupóst. Margir hafa alloft óskað eftir vettvangi á Facebook þar sem  þjónustuþegar Ljóssins geta spjallað saman. Við bjóðum því öllum sem eru í virkri endurhæfingu í Ljósinu velkomna í nýja spjallhópinn okkar sem má finna með því að smella hér. Markmið hópsins er

Lesa meira

14
apr
2020

Veitum hvert öðru innblástur og gleði með skemmtilegum hugmyndum 

Nú er páskafríi lokið og starfsfólk Ljóssins komið aftur til starfa við heimakontórana. Það er skrýtin tilfinning að hitta ekki ljósberana við kaffivélina og heyra hvað á dagana hefur drifið. Við erum þó ekki þekkt fyrir ráðaleysi og langar okkur mjög að nýta tæknina betur til að heyra frá ykkur. Hvernig gengur ykkur öllum að halda ykkur virkum? Hafið þið

Lesa meira

4
apr
2020

Frá streitu til kyrrðar

Í þessu umróti sem við búum við þessa dagana gæti verið gott að róa hugann og setja orkuna í að styrkja andlega heilsu. Hjónin Baldvin og Kristín bjóða nú krabbameinsgreindum frítt hugleiðslunámskeið sem fer fram á netinu og þau bjóða einnig sérkjör fyrir aðstandendur. 5 grunnþarfir á 5 dögum Námskeiðið er byggt á hugmyndafræði jóga nidra, dáleiðslu og hugrænni atferlismeðferð.

Lesa meira