Solla

14
feb
2022

Grímur nú valfrjálsar í Ljósinu

Frá og með deginum í dag, 14. febrúar, fellur grímuskylda niður í Ljósinu og eru grímur nú valkvæðar. Allir þeir sem eru með kvefeinkenni eru þó beðnir um að bera grímur. Fagaðilar sem vinna í miklu nágvígi við þjónustuþegar; nuddarar og snyrtifræðingur, bera grímur á meðan á meðferð stendur. Við minnum á mikilvægi persónulegra sóttvarna.    

6
feb
2022

Lokað mánudaginn 7. febrúar vegna veðurs

Kæru vinir, Gefin hefur verið út rauð veðurviðvörun vegna aftakaveðurs á höfuðborgarsvæðinu næsta sólarhring. Að vandlega ígrunduðu máli hefur sú ákvörðun verið tekin að lokað verði í Ljósinu á morgun, mánudaginn 7. febrúar 2022. Ákvörðun þessi er tekin með öryggi okkar allra að leiðarljósi. Við biðjum ykkur öll að fara varlega og njóta góðrar inniveru á meðan stormurinn geisar. Hlýjar

Lesa meira

4
feb
2022

4. febrúar – Alþjóðlegur dagur gegn krabbameini

Í dag, 4. febrúar, er Alþjóðlegur dagur gegn krabbameini. Til hans var stofnað í framhaldi af Heimsráðstefnu um baráttu gegn krabbameinum í París 4. febrúar árið 2000. Markmiðið með þessum degi er að vekja athygli og með því koma í veg fyrir milljónir ótímabærra dauðsfalla vegna sjúkdómsins, uppfræða og hvetja stjórnvöld og einstaklinga um heim allan til að skera upp

Lesa meira

2
feb
2022

Færði Ljósinu styrk í kjölfar myndlistarsýningar

Í upphafi árs hélt Þórður Ásgeirsson, þjónustuþegi í Ljósinu, sína fyrstu myndlistarsýningu. Sýningin, sem bar heitið Ljósið í myrkrinu, innihélt verk sem Þórður vann eftir að hafa sótt myndlistarnámskeið í Ljósinu. Í dag leit Þórður við á Langholtsveginum og afhenti Ernu Magnúsdóttir, forstöðukonu, 190.000 krónur en allur ágóði af sölu verkanna rann til Ljóssins. Að auki færði Þórður Ljósinu eitt

Lesa meira

21
jan
2022

Eigandi Epal færði Ljósinu stólinn fræga

Allt er gott sem endar vel! Saga fallega hönnunarstólsins sem var til sölu hjá Góða hirðinum í desember fékk farsælan endi í gær þegar Eyjólfur Pálsson, eigandi Epal og kaupandi stólsins, færði Ljósinu gripinn til eignar. Stóllinn, sem er dönsk hönnunar­vara frá 6. ára­tugnum eftir hönnuðinn Arne Vodd­er, barst Góða hirðinum í desember. Það var ósk upprunalegs eiganda hans að

Lesa meira

14
jan
2022

Tilkynning vegna hertra sóttvarnaraðgerða

Kæru þjónustuþegar og aðstandendur, Í kjölfar nýrra sóttvarnaaðgerða vegna Covid-19 gerum við viðeigandi ráðstafanir í starfssemi Ljóssins. Við förum að öllum tilsettum reglum og okkur er í mun að passa upp á alla okkar skjólstæðinga. Þessar reglur taka gildi í Ljósinu frá og með mánudeginum 17. janúar til 2. febrúar. Það er grímuskylda í öllum rýmum Ljóssins. Við ítrekum að

Lesa meira

12
jan
2022

“Ég er alltaf að breyta til og prófa eitthvað nýtt”

Í vikunni fengum við skemmtilegt heimboð til Þórðar Ásgeirssonar, þjónustuþega í Ljósinu, en næstkomandi laugardag opnar hann myndlistarsýningu í Gallerí Göng og ber sýningin heitið Ljósið í myrkrinu. Þórður hefur undanfarin ár sótt endurhæfingu í Ljósið vegna krabbameins en áður en hann hóf endurhæfinguna hafði hann aldrei dregið upp pensil áður. Hann segist þó til að byrja með ekki hafa

Lesa meira

4
jan
2022

Stundaskrá Ljóssins – Janúar 2022

Gleðilegt ár kæru vinir, Dagskráin næsta mánuðinn er nú tilbúin en eftir sem áður nýtum við það svigrúm sem sóttvarnarreglur leyfa starfsemi endurhæfingamiðstöðva. Smelltu hér til að lesa janúar stundaskrá Ljóssins. Í Ljósinu er áhersla lögð á persónubundnar sóttvarnir: Handþvott, sprittun og grímunotkun í öllum rýmum. Húsnæði Ljóssins er sótthreinsað reglulega yfir daginn og ráðstafanir gerðar til að tryggja loftgæði.

Lesa meira

25
nóv
2021

Ljósablaðið 2021 er komið út!

Árlegt tímarit Ljóssins er nú komið út í glæsilegri stafrænni útgáfu. Eins og alltaf eru efnistökin fjölbreytt og spanna allt frá faglegum umfjöllunum starfsfólks yfir í áhrifaríkar frásagnir þjónustuþega. Blaðið kemur út í stafrænni útgáfu sem gefur okkur tækifæri til að færa ykkur persónulegri frásagnir í formi hlaðvarpa, gæða umfjöllunina meira lífi með auknu myndefni og gera hinni einstöku grasrót

Lesa meira

27
okt
2021

Við fögnum alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar

Í dag 27. október er alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar. Eins og margir vita byggir endurhæfingin í Ljósinu á hugmyndafræði iðjuþjálfunar en í dag starfa 10 iðjuþjálfar í Ljósinu. Að sjálfsögðu fögnum við þessum mikla degi með kaffi og köku, en höfum að þessu tilefni einnig komið fyrir iðjukornum vítt og breitt í móttöku Ljóssins. Við bjóðum alla hjartanlega velkomna að njóta

Lesa meira