Lokað mánudaginn 7. febrúar vegna veðurs

Kæru vinir,

Gefin hefur verið út rauð veðurviðvörun vegna aftakaveðurs á höfuðborgarsvæðinu næsta sólarhring.

Að vandlega ígrunduðu máli hefur sú ákvörðun verið tekin að lokað verði í Ljósinu á morgun, mánudaginn 7. febrúar 2022.

Ákvörðun þessi er tekin með öryggi okkar allra að leiðarljósi.

Við biðjum ykkur öll að fara varlega og njóta góðrar inniveru á meðan stormurinn geisar.

Hlýjar kveðjur,
Starfsfólk Ljóssins

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.