Eigandi Epal færði Ljósinu stólinn fræga

Allt er gott sem endar vel!

Heiða Eiríksdóttir tók við stólnum fyrir hönd Ljóssins. Með henni á myndinni eru Ólafur Thoraren­sen hús­gagna­smiður, Ás­dís Birgis­dóttir, nemi í hús­gagna­bólstrun og Eyjólfur Páls­son, eig­andi Epal

Saga fallega hönnunarstólsins sem var til sölu hjá Góða hirðinum í desember fékk farsælan endi í gær þegar Eyjólfur Pálsson, eigandi Epal og kaupandi stólsins, færði Ljósinu gripinn til eignar.

Stóllinn, sem er dönsk hönnunar­vara frá 6. ára­tugnum eftir hönnuðinn Arne Vodd­er, barst Góða hirðinum í desember. Það var ósk upprunalegs eiganda hans að söluandvirði stólsins myndi renna til Ljóssins þar sem eiginkona hans sótti til okkar endurhæfingu og stuðning. Úr varð að Eyjólfur Pálsson átti hæsta boð og ákvað hann að tvöfalda þá upphæð sem hann greiddi fyrir stólinn og styrkti hann því Ljósið um 330 þúsund krónur.
Eyjólfur lét ekki þar við sitja heldur ákvað að Ljósið myndi einnig fá stólinn til eignar.
 
Stóllinn hefur tekið miklum stakkaskiptum, en með aðkomu góðra aðila er nú búið að verka hann og bólstra.
 
Við þökkum öllum þeim sem hafa komið að verkefninu kærlega fyrir og vonum að allt okkar fólk njóti þess að tylla sér í gripinn þegar leið liggur á Langholtsveginn.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.