Tilkynning vegna hertra sóttvarnaraðgerða

Kæru þjónustuþegar og aðstandendur,

Í kjölfar nýrra sóttvarnaaðgerða vegna Covid-19 gerum við viðeigandi ráðstafanir í starfssemi Ljóssins. Við förum að öllum tilsettum reglum og okkur er í mun að passa upp á alla okkar skjólstæðinga.

Þessar reglur taka gildi í Ljósinu frá og með mánudeginum 17. janúar til 2. febrúar.

Það er grímuskylda í öllum rýmum Ljóssins.

Við ítrekum að allir passi upp á handþvott og sprittnotkun í húsi. Þetta á við þegar komið er í hús og reglulega í gegnum tímann sem varið er í húsi.

Við höfðum sérstaklega til ykkar skynsemi og biðjum alla sem ekki eiga bókaða tíma að vera heima. Eins biðjum við þá sem eiga bókaða tíma en finna fyrir einhverjum einkennum að vera heima.

Fjöldatakmarkanir

  • Fjöldatakmarkanir miðast við 10 manns í hverju rými. Gildir það um öll rými Ljóssins að undanskyldum hóptímum í æfingasal.
  • Hóptímar í æfingasal, jóga og stoðfimi: Leyfilegt er að vera með hópþjálfun en við munum fækka í 8 einstaklinga í einu.

Viðtöl og námskeið

  • Viðtalstímar haldast óbreyttir en þið getið óskað eftir viðtali í gegnum síma eða tölvu.
  • Námskeið sem hafin eru færast yfir á zoom. Námskeið sem áttu að hefjast seinni hluta janúar verður frestað fram í febrúar.

Nudd og snyrting:

  • Opið

Gönguhópar

  • Samkvæmt dagskrá; hittast fyrir utan hús.

Matur

  • Lokað verður í eldhúsinu.

Aðgengi

  • Þeir sem eiga að mæta í Græna salinn á 2. hæð eru beðnir um að ganga inn og út um dyrnar fyrir aftan hús, austan megin.
  • Allir sem koma í handverk á fyrstu hæð koma inn og út um aðalinngang.
  • Þeir sem mæta í leir gangi inn og út kjallaramegin, norðan megin.
  • Allir sem eru að koma í líkamsrækt mæta beint í æfingasalinn.
  • Við biðlum til ykkar að vera ekki að fara á milli húsa í Ljósinu nema nauðsyn krefji.

Ef eitthvað er óljóst þá hvetjum við þig til að hafa samband.

Við gerum þetta saman.

Með kærleikskveðju,
Starfsfólk Ljóssins

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.