Færði Ljósinu styrk í kjölfar myndlistarsýningar

Erna og Þórður með fallega verkið

Í upphafi árs hélt Þórður Ásgeirsson, þjónustuþegi í Ljósinu, sína fyrstu myndlistarsýningu. Sýningin, sem bar heitið Ljósið í myrkrinu, innihélt verk sem Þórður vann eftir að hafa sótt myndlistarnámskeið í Ljósinu.

Í dag leit Þórður við á Langholtsveginum og afhenti Ernu Magnúsdóttir, forstöðukonu, 190.000 krónur en allur ágóði af sölu verkanna rann til Ljóssins. Að auki færði Þórður Ljósinu eitt verka sinna að gjöf.

Við þökkum Þórði kærlega fyrir framlag sitt til endurhæfingarinnar og vonum að hann haldi áfram að prufa sig áfram í myndlistinni.

Þórður og Erna ásamt Margréti Jónsdóttur myndlistakennara í Ljósinu

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.