heida

24
okt
2022

Örfá laus pláss á aðstandendanámskeið fyrir ungmenni 14 -16 ára

Næsta námskeið hefst á morgun, þriðjudaginn 25.október. Námskeiðið er tvö skipti dagana 25.október og 1.nóvember klukkan 16:30-18:30 Á námskeiðinu gefst ungmennum kostur á að hitta annað ungt fólk sem er í sambærilegum sporum. Hópurinn fær fræðslu en gefst einnig kostur á að ræða reynslu sína og þá líðan sem fylgir því að eiga náinn ástvin sem greinist með alvarlegan sjúkdóm

Lesa meira

20
okt
2022

Ljósið hlaut viðurkenningu vegna Reykjavíkurmaraþons

Á dögunum tóku fulltrúar Ljóssins á móti viðurkenningu fyrir að hafa safnað mest allra góðgerðafélaga í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í ágúst. Alls söfnuðust rúmar 12 milljónir sem er alveg magnaður árangur. Við í Ljósinu erum í skýjunum og full þakklætis öllum þeim sem lögðu verkefninu lið, þessi viðurkenning er til ykkar allra. Hjartans þakkir!   Bestu kveðjur, Starfsfólk Ljóssins

17
okt
2022

Lionsklúbburinn Fjörgyn styrkti Ljósið rausnarlega og kom í heimsókn

Á dögunum fengum við góða heimsókn í Ljósið, en fyrir skemmstu færði Lionsklúbburinn Fjörgyn Ljósinu tölvubúnað sem er þegar kominn í notkun og nýtist afar vel hjá þjálfurum Ljóssins. Nú var komið að formlegri afhendingu og fengum við þessa skemmtilegu, vösku félaga úr klúbbnum í kaffi, spjall og kynntum við þeim fyrir starfsemi og húsakynnum Ljóssins. Við þökkum þeim innilega

Lesa meira

14
okt
2022

Bleiki dagurinn er í dag

Í október ár hvert er bleiki dagurinn haldinn hátíðlegur, en með deginum er vakin athygli á árvekniátaki Bleiku slaufunnar og baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Í ár er lögð athygli á það sem hver og einn getur gert til að draga úr líkum á krabbameini. Eru konur hvattar til að að fara í þær reglulegu skimanir í leghálsi og brjóstum

Lesa meira

10
okt
2022

Hádegistónleikar í Bústaðakirkju í október – Til styrktar Ljósinu

Bleikur október er yfirskrift listamánaðar í Bústaðakirkju. Í október gefst tónleikagestum á hádegistónleikum kirkjunnar kost á að leggja  starfi Ljóssins lið. Hádegistónleikar verða alla miðvikudagana í október og mun tónlistin í sunnudagshelgihaldi Bústaðakirkju í október einnig taka mið af Bleikum október Tenórarnir Gunnar Guðbjörnsson, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Marteinn Snævarr Sigurðsson syngja á hádegistónleikum í Bústaðakirkju miðvikudaginn 12. október kl. 12:05-12.30.

Lesa meira

28
sep
2022

„Andartak“ sýning Þóru Bjarkar Schram

  Fimmtudaginn 29.september opnar Þóra Björk Schram persónulega einkasýningu sem ber nafnið „Andartak“ í Gallerí Göng í Háteigskirkju. Hún ánafnar Ljósinu eitt af verkum sýningarinnar, og vill gefa þannig til baka til Ljóssins. Þóra Björk var stödd á Ítalíu þar sem hún vann að listsköpun sinni þegar læknirinn hringdi með þau tíðindi að hún hefði greinst með krabbamein. Í samráði

Lesa meira

26
sep
2022

Ný hurð við aðalinngang Ljóssins í vikunni

Kæru vinir, Næstu daga setjum við upp nýja sjálfvirka hurð við aðalinnganginn í Ljósinu. Er það gert til að auka aðgengið fyrir okkar fólk og að þeir sem þurfa að sækja endurhæfingu til okkar komist sinnar leiðar.   Á meðan á viðgerð stendur biðjum við ykkur að ganga inn í húsið að neðanverðu.   Hjartans þakkir fyrir skilninginn, Starfsfólk Ljóssins.

24
ágú
2022

Hjartans þakkir

Kæru vinir, Nú fór Reykjavíkurmaraþon fram um liðna helgi og erum við afskaplega þakklát öllum þeim sem hlupu fyrir Ljósið, styrktu Ljósið og þá sem komu á peppstöðina okkar til að hvetja hlauparana áfram. Virkilega ánægjulegt og skemmtilegt eftir pásu að njóta þessarara hlaupahátíðar með ykkur öllum. Söfnunin gekk vonum framar, það söfnuðust tæpar 12milljónir fyrir Ljósið. Hjartans þakkir, Starfsfólk

Lesa meira

23
ágú
2022

Lokað í Ljósinu 29. og 30. ágúst vegna starfsdaga

Mánudaginn 29. ágúst og þriðjudaginn 30. ágúst verður lokað í Ljósinu vegna starfsdaga. Starfsfólk Ljóssins nýtir þessa daga til endurmenntunar og skipulags fyrir komandi önn. Við hvetjum þjónustuþega til þessa njóta þessara daga og huga vel að líkama og sál. Bestu kveðjur, Starfsfólk Ljóssins

19
ágú
2022

Reykjavíkurmaraþonið fer fram á morgun – Praktískar upplýsingar

Kæru vinir, Það má með sanni segja að Reykjavíkurmaraþonið sé hátíðisdagur í Ljósinu. Hér í húsi hefur stemningin vaxið dag frá degi og bæði starfsfólk og þjónustuþegar að komast í mikla stemningu fyrir morgundeginum. Hér eru praktískar upplýsingar fyrir bæði hlauparana okkar og peppara. Hlauparar Þeir sem hlaupa fyrir Ljósið fá merktan bol að gjöf til að hlaupa í. Hægt

Lesa meira