Í október ár hvert er bleiki dagurinn haldinn hátíðlegur, en með deginum er vakin athygli á árvekniátaki Bleiku slaufunnar og baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.
Í ár er lögð athygli á það sem hver og einn getur gert til að draga úr líkum á krabbameini. Eru konur hvattar til að að fara í þær reglulegu skimanir í leghálsi og brjóstum sem þær eru boðaðar í.
Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum og tileinkuð öllum þeim sem takast á við krabbamein. Til að leggja málefninu lið er hægt að versla slaufuna á heimasíðu Bleiku slaufunnar hér.
Við í Ljósinu fögnum því að þessu mikilvæga málefni séu gerð skil og hvetjum sem flesta að sýna samhug í verki og klæðast bleiku í dag.
Um leið óskum við ykkur góðrar helgar,
Kær kveðja, starfsfólk Ljóssins
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.