Lionsklúbburinn Fjörgyn styrkti Ljósið rausnarlega og kom í heimsókn

Á dögunum fengum við góða heimsókn í Ljósið, en fyrir skemmstu færði Lionsklúbburinn Fjörgyn Ljósinu tölvubúnað sem er þegar kominn í notkun og nýtist afar vel hjá þjálfurum Ljóssins. Nú var komið að formlegri afhendingu og fengum við þessa skemmtilegu, vösku félaga úr klúbbnum í kaffi, spjall og kynntum við þeim fyrir starfsemi og húsakynnum Ljóssins.

Við þökkum þeim innilega fyrir þennan mikilvæga styrk og komuna í Ljósið.

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.