Hádegistónleikar í Bústaðakirkju í október – Til styrktar Ljósinu

Bleikur október er yfirskrift listamánaðar í Bústaðakirkju.

Í október gefst tónleikagestum á hádegistónleikum kirkjunnar kost á að leggja  starfi Ljóssins lið.

Hádegistónleikar verða alla miðvikudagana í október og mun tónlistin í sunnudagshelgihaldi Bústaðakirkju í október einnig taka mið af Bleikum október

Tenórarnir Gunnar Guðbjörnsson, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Marteinn Snævarr Sigurðsson syngja á hádegistónleikum í Bústaðakirkju miðvikudaginn 12. október kl. 12:05-12.30.

Jónas Þórir leikur með á flygilinn. Aðgangur ókeypis.

 

Að tónleikunum loknum er boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimili kirkjunnar, gegn vægu gjaldi.

Við hvetjum ykkur öll að eiga góða hádegisstund í október í Bústaðakirkju

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.