Núvitundarnámskeið

Núvitund (e. mindfulness) er náttúrulegur eiginleiki hugans til að vera meðvitaður hér og nú um það sem er að gerast, á meðan það gerist án þess að dæma það á nokkurn hátt. Hægt er að þjálfa sig á kerfisbundin hátt í því að vera meira hér og nú.

Á námskeiðinu eru notaðar æfingar sem innnihalda stuttar hugleiðslur, líkamsskönnun (bodyscan) og gangandi hugleiðsla. Þátttakendur fá verkefni með sér heim og mælst er til að fólk æfi sig á milli tíma. Einnig verða gerðar æfingar í góðvild og kærleika. Þessar æfingar geta aukið skilning okkar á huganum og venjum hans og hjálpa okkur að sjá þær hindranir sem mögulega geta verið í veginum.

Rannsóknir sýna í vaxandi mæli að núvitund (mindfulness) ýtir undir andlega og líkamlega vellíðan og auðveldar okkur að takast á við áskoranir og verkefni í lífinu. Þessi nálgun hefur verið notuð á áratugi í löndum í kringum okkur með góðum árangri.

Næsta námskeið

Nýtt námskeið hefst 7. febrúar 2019

Fimmtudagar kl. 10 – 12
6 vikur

Umsjón: Rannveig Björk Gylfadóttir, hjúkrunarfræðingur með viðurkennt nám í núvitund

Námskeiðið kostar kr. 4.000

Skráning og upplýsingar í síma 561-3770