Grunnfræðsla fyrir konur 16-45 ára, sem greinst hafa með krabbamein. Markmið grunnfræðslunnar er að einstaklingar í svipuðum sporum fái fræðslu og umræður og þannig stuðning til að takast á við breytt lífsskilyrði í kjölfar veikinda. Þessi námskeið hafa skapað mikla samkennd og veitt þátttakendum mikinn jafningjastuðning í gegnum árin.

Þeir fagaðilar sem koma að námskeiðinu hafa allir unnið með krabbameinsgreindum. Umsjón með námskeiðinu hafa iðjuþjálfar í Ljósinu, en auk þeirra koma aðrir fagaðilar með fræðslu á sínu sérsviði.

Það sem fjallað er um á námskeiðinu eru aðstæður og úrlausnir við breytingar í lífinu, hvernig við getum eflt eigin heilsu og mikilvægi þess að viðhalda og byggja upp orku og þrek. Hvernig greining og meðferð hefur áhrif á fjölskylduna og samskipti og áhrif á nánd og kynhegðun í veikindum.

Námskeiðið er haldið í húsnæði Ljóssins

 

Upplýsingar

Næsta námskeið hefst 26. febrúar, 4 skipti

frá kl 10:00-12:00

Hádegismatur er í boði fyrir þátttakendur eftir tímana frá kl 12:00-13:00

Umsjónaraðili er Hólmfríður Einarsdóttir, iðjuþjálfi og Louisa Sif Mønster, iðjuþjálfi

Fræðslan fer fram í húsnæði Ljóssins og á ZOOM

Skráning hér