Samtalið heim

Við bjóðum þjónustuþega Ljóssins og aðstandendum þeirra hjartanlega velkomna á fyrirlestraröðina Samtalið heim.

Á námskeiðum í Ljósinu hefur oft verið rætt hversu þarft og gott það væri fyrir þjónustuþega og aðstandendur að vera saman á fræðslu. Sérstaklega þar sem oft er erfitt að yfirfæra upplýsingar og upplifanir heim. Þegar tveir hlusta saman er einnig hægt að ræða fyrirlesturinn þegar heim er komið án þess að þurfa að endursegja hann.

 

22. maí – Hormónameðferð kvenna, Anna Sigga iðjuþjálfi

Líkamleg og andleg líðan getur breytst mikið við að vera á andhormónum. Áhrifin geta verið fjölbreytt og mismunandi eftir einstaklingum og hafa sömuleiðis mismikil áhrif á aðstandandur og umhverfi þeirra sem lyfin taka. Í þessum fyrirlestri en rætt um hvaða andlegar og líkamlegar aukaverkanir er gott að hafa í huga þegar tekin eru andhormón.

Næsti fyrirlestur

22. maí 2023

Klukkan 16:30-17:30

Staðsetning:
Fræðslan fer fram í húsnæði Ljóssins við Langholtsveg en er einnig streymt í gegnum ZOOM.

Fræðslan fer fram síðasta mánudag í mánuði
(janúar – maí og ágúst – desember) og er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Skráning hér fyrir neðan og frekari upplýsingar í síma 561-3770

Rafræn skráning lokar degi fyrir hvert fræðsluerindi, en þó má hafa samband við móttöku eftir það.

Skráning hér