Samtalið heim

Við bjóðum þjónustuþega Ljóssins og aðstandendum þeirra hjartanlega velkomna á fyrirlestraröðina Samtalið heim.

Á námskeiðum í Ljósinu hefur oft verið rætt hversu þarft og gott það væri fyrir þjónustuþega og aðstandendur að vera saman á fræðslu. Sérstaklega þar sem oft er erfitt að yfirfæra upplýsingar og upplifanir heim. Þegar tveir hlusta saman er einnig hægt að ræða fyrirlesturinn þegar heim er komið án þess að þurfa að endursegja hann.

 

30. janúar – Endurhæfing, Guðrún Friðriksdóttir iðjuþjálfi – Skráning hafin

Endurhæfing er ekki línulegt ferli eins og myndir af henni virðast oft gefa til kynna. Endurhæfing getur verið eins og slönguspil, stundum gengur allt vel en án mikilla breytinga, stundum er fólk á leið upp stiga og alltaf öðru hvoru lendir fólk á snák. Í þessum fyrirlestri ræðir Guðrún endurhæfinguna, stigana, dagana sem líða án teljandi breytinga og þegar fólk lendir á snákum og upplifir bakslag.

 

27. febrúar – Erfiðar hugsanir, streita og bjargráð, Elín Kristín sálfræðiráðgjafi

Fólk upplifir mikla streitu á þessu tímabili, bæði þeir sem greinast og ekki síður aðstandendur þeirra. Greining er áfall og algengt að fólk takist á við erfiðar hugsanir á þessu tímabili. Elín fer yfir bjargráð til að takast á við streitu og erfiðar hugsanir og hvernig fólk getur fundið einstaklingsbundnar leiðir sem henta þeim.

 

27. mars – Hormónameðferð karla, Framför

Líkamleg og andleg líðan getur breytst mikið við að vera á andhormónum. Áhrifin geta verið fjölbreytt og mismunandi eftir einstaklingum og hafa sömuleiðis mismikil áhrif á aðstandandur og umhverfi þeirra sem lyfin taka. Í þessum fyrirlestri en rætt um hvaða andlegar og líkamlegar aukaverkanir er gott að hafa í huga þegar tekin eru andhormón.

 

24. apríl – Nánd og samlíf, Áslaug Kristjánsdóttir hjúkrunar- og kynfræðingur

Greining og meðferð getur haft áhrif á samskipti, samlíf og nánd para. Áslaug er einn vinsælasti fyrirlesari Ljóssins og hefur verið fastur gestur á nær öllum námskeiðum Ljóssins undanfarin ár. Á þessum fyrirlestri ræðir hún um þær breytingar sem geta orðið í samböndum og hvaða leiðir séu færir til úrlausnar.

 

29. maí – Hormónameðferð kvenna, Anna Sigga iðjuþjálfi

Líkamleg og andleg líðan getur breytst mikið við að vera á andhormónum. Áhrifin geta verið fjölbreytt og mismunandi eftir einstaklingum og hafa sömuleiðis mismikil áhrif á aðstandandur og umhverfi þeirra sem lyfin taka. Í þessum fyrirlestri en rætt um hvaða andlegar og líkamlegar aukaverkanir er gott að hafa í huga þegar tekin eru andhormón.

Næsti fyrirlestur

30. janúar 2023

Klukkan 16:30-17:30

Staðsetning:
Fræðslan fer fram í húsnæði Ljóssins við Langholtsveg en er einnig streymt í gegnum ZOOM.

Fræðslan fer fram síðasta mánudag í mánuði
(janúar – maí og ágúst – desember) og er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Skráning hér fyrir neðan og frekari upplýsingar í síma 561-3770

Skráning hér