Grunnfræðsla fyrir konur

Fræðslunámskeið fyrir konur á öllum aldri, sem eru að greinast í fyrsta skipti og/eða greindust á sl. ári. Námskeiðið er grunnur að áframhaldandi fræðslu og námskeiðum í Ljósinu.

Markmið:

Að konur í svipuðum sporum fái fræðslu og umræður og þannig stuðning til að takast á við breytt lífsskilyrði í kjölfar veikinda.  Þeir fagaðilar sem koma að námskeiðinu hafa allir unnið með krabbameinsgreindum. Umsjón með námskeiðinu hafa iðjuþjálfar í Ljósinu, en auk þeirra koma aðrir fagaðilar með fræðslu á sínu sérsviði.

Dagskrá

Það sem við ætlum að fjalla um á námskeiðinu er aðstæður og úrlausnir við breytingar í lífinu, hvernig greining og meðferð getur haft áhrif á líðan, hvernig við getum eflt eigin heilsu og mikilvægi þess að viðhalda og byggja upp orku og þrek, samskipti, nánd og kynhegðun í veikindum og auðvitað hvernig við sköpum áhugaverða framtíðarsýn.

Þessi námskeið hafa skapað mikla samkennd og veitt þátttakendum mikinn jafningjastuðning í gegnum árin.

Athugið að nauðsynlegt er að vera skráð í þjónustu í Ljósið til að sitja námskeiðið en hægt er að skrá sig í þjónustu hér.

Hér fyrir neðan má lesa um dagskrá hvers námskeiðs fyrir sig. 

60 ára og eldri

Grunnfræðsla fyrir konur 60 + Mánudaga kl. 10 – 12 í Ljósinu og á zoom Guðbjörg Dóra umsjónarmaður

• 10. jan. – Kynning á námskeiðinu – nýjar aðstæður, bjargráð og orkusparnaður – Guðbjörg Dóra Tryggvadóttir iðjuþjálfi
• 17. jan. – Hvaða áhrif hefur greining og meðferð – Hrefna Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur
• 24. jan. – Mikilvægi þess að byggja upp orku og þrek – Áslaug sjúkraþjálfari og Guðrún Erla íþróttafræðingur
• 31. jan. – Samskipti, tilfinningar og kynlíf – Áslaug Kristrjánsdóttir kynfræðingur
• 7. feb. – Að skapa áhugaverða framtíðarsýn – Matti Ósvald markþjálfi og heilsufræðingur
• 14. feb. – Tilfinningaviðbrögð og aukin vellíðan – Elín Kristín Klar sálfræðiráðgjafi

Konur 59 ára og yngri

Grunnfræðsla fyrir konur 46 – 59 ára Fimmtudaga kl. 10 – 12 í Ljósinu og á zoom. Guðný Katrín umsjónarmaður

• 13. jan. – Kynning á námskeiðinu – nýjar aðstæður, bjargráð og orkusparnaður Guðný Katrín Einarsdóttir iðjuþjálfi
• 20. jan. – Tilfinningaviðbrögð og aukin vellíðan – Elín Kristín Klar sálfræðiráðgjafi
• 27. jan. – Hvaða áhrif hefur greining og meðferð – Hrefna Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur
• 3. feb. – Mikilvægi þess að byggja upp orku og þrek – Gyða Rán Árnadóttir sjúkraþjálfari
• 10. feb. – Samskipti, tilfinningar og kynlíf – Áslaug Kristrjánsdóttir kynfræðingur
• 17. feb. – Að skapa áhugaverða framtíðarsýn – Matti Ósvald markþjálfi og heilsufræðingur

Næsta námskeið

Ný námskeið hefjast á eftirfarandi dagsetningum
Athugið að námskeiðið fer fram á Zoom sökum hertra sóttvarnarreglna.
Salurinn er opinn fyrir þá sem ekki geta nýtt sér Zoom, en aðeins í samráði við umsjónarmenn.

Konur 60 ára og eldri 
Hefst 10. janúar  2021
Mánudagar 10:00 – 12.00

Umsjón: Guðbjörg Dóra Tryggvadóttir, iðjuþjálfi

 

Konur 46-59 ára
Hefst 13. janúar
Fimmtudagar 10:00-12:00

Umsjón: Guðný Katrín Einarsdóttir, iðjuþjálfi

 

 

Námskeiðin eru samtals 6 skipti.

Skráning og upplýsingar í síma 561-3770