Grunnfræðsla konur

Fræðslunámskeið fyrir konur á öllum aldri, sem eru að greinast í fyrsta skipti og/eða greindust á sl. ári.

Markmið:

Að konur í svipuðum sporum fái fræðslu og umræður og þannig stuðning til að takast á við breytt lífsskilyrði í kjölfar veikinda.  Þeir fagaðilar sem koma að námskeiðinu hafa allir unnið með krabbameinsgreindum. Umsjón með námskeiðinu hafa Guðbjörg Dóra Tryggvadóttir iðjuþjálfi, Helga Jóna Sigurðardóttir, iðjuþjálfi og fjölskyldumeðferðarfræðingur og Guðrún Friðriksdóttir, iðjuþjálfi, en auk þeirra koma aðrir fagaðilar með fræðslu á sínu sérsviði.

Dagskrá

Það sem við ætlum að fjalla um á námskeiðinu er aðstæður og úrlausnir við breytingar í lífinu, hvernig greining og meðferð getur haft áhrif á líðan, hvernig við getum eflt eigin heilsu og mikilvægi þess að viðhalda og byggja upp orku og þrek, samskipti, nánd og kynhegðun í veikindum og auðvitað hvernig við sköpum áhugaverða framtíðarsýn.

Þessi námskeið hafa skapað mikla samkennd og veitt þátttakendum mikinn jafningjastuðning í gegnum árin.

Næsta námskeið

Ný námskeið hefjast á eftirfarandi dagsetningum

Konur 46 ára og eldri
Hefst 8. mars 2021
Mánudagar 10:00 – 12.00

Konur 46 ára og eldri – fer fram á ZOOM
Hefst 8. mars 2021
Mánudagar kl. 13.00 – 14.45

6 skipti samtals

Umsjón: Guðbjörg Dóra Tryggvadóttir, iðjuþjálfi, Helga Jóna Sigurðardóttir, iðjuþjálfi og fjölskyldumeðferðarfræðingur og Guðrún Friðriksdóttir, iðjuþjálfi,

Skráning og upplýsingar í síma 561-3770