Fræðslunámskeið fyrir konur á öllum aldri, sem eru að greinast í fyrsta skipti og/eða greindust á sl. ári. Námskeiðið er grunnur að áframhaldandi fræðslu og námskeiðum í Ljósinu.
Markmið
Að konur í svipuðum sporum fái fræðslu, taki þátt í umræðum og fái þannig stuðning til að takast á við breytingar í kjölfar greiningar. Þeir fagaðilar sem koma að námskeiðinu hafa allir unnið með krabbameinsgreindum. Umsjón með námskeiðinu hafa iðjuþjálfar í Ljósinu, en auk þeirra halda fagaðilar fyrirlestra um sín sérsvið og stýra umræðum.
Dagskrá
Á námskeiðinu verður fjallað um aðstæður og úrlausnir þegar það verða breytingar á lífinu, hvernig greining og meðferð geta haft áhrif á líða, hvernig hægt sé að efla eigin heilsu og mikilvægi þess að viðhalda og byggja upp orku og þrek, samskipti, nánd og kynhegðun og auðvitað hvernig við sköpum áhugaverða framtíðarsýn.
Þessi námskeið hafa skapað mikla samkennd og veitt þátttakendum mikinn jafningjastuðning í gegnum árin.
Athugið að nauðsynlegt er að vera skráð í þjónustu í Ljósið til að sitja námskeiðið en hægt er að skrá sig í þjónustu hér.
Hér fyrir neðan má lesa um dagskrá hvers námskeiðs fyrir sig.
Grunnfræðsla fyrir konur 46 ára og eldri
20. febrúar. Kynning á námskeiðinu – nýjar aðstæður, bjargráð og orkusparnaður – Guðrún Friðriks, iðjuþjálfi
27. febrúar. Tilfinningaviðbrögð og aukin vellíðan – Elín Kristín Klar, MA sálfræði
6. mars. Samskipti, tilfinningar og kynlíf – Áslaug Kristjánsdóttir, kyn- og hjúkrunarfræðingur
13. mars. Mikilvægi þess að byggja upp orku og þrek – þjálfari í Ljósinu
20. mars. Næring og heilsa – Elísabet Heiður, næringarráðgjafi og næringarinnsæisráðgjafi
27. mars. Að skapa áhugaverða framtíðarsýn – Matti Ósvald, markþjálfi og heildrænn heilsufræðing
27. mars. Kynning á námskeiðinu – nýjar aðstæður, bjargráð og orkusparnaður – Guðný Katrín Einarsdóttir, iðjuþjálfi
3. apríl. Tilfinningaviðbrögð og aukin vellíðan – Elín Kristín Klar, MA sálfræði
10. apríl. Frí
17. apríl. Næring og heilsa – Elísabet Heiður, næringarráðgjafi og næringarinnsæisráðgjafi
24. apríl. Samskipti, tilfinningar og kynlíf – Áslaug Kristjánsdóttir, kyn- og hjúkrunarfræðingur
1. maí. Frí
8. maí. Mikilvægi þess að byggja upp orku og þrek – þjálfari í Ljósinu
15. maí. Að skapa áhugaverða framtíðarsýn – Matti Ósvald, markþjálfi og heildrænn heilsufræðing
Næsta námskeið
Konur 46 ára +
Umsjón: Guðný Katrín Einarsdóttir, iðjuþjálfi
Námskeiðin eru samtals 6 skipti og eru þátttakendum að kostnaðarlausu
Skráning og upplýsingar í síma 561-3770