Aðalmarkmiðin með námskeiðinu eru að þátttakendur auki jafnvægi sitt í daglegu lífi, virkni, vellíðan og von. Á námskeiðinu gefst tækifæri til þess að hitta aðra í sömu sporum, fá fræðslu og stuðning við að þekkja eigin tilfinningar og hugsanir. Einnig kynnum við leiðir til að efla sjálfsmyndina, draga úr þreytu og auka jafnvægi í daglegri iðju. Við skoðum áhrif veikinda á fjölskylduna og samskiptakerfi hennar og kynnumst slökun og árvekni.
Námskeiðið byggir á fræðslu, stuttum verkefnum, umræðum og slökunar/núvitundar æfingum.
Meðal þess sem fjallað er um á námskeiðinu er:
- Núvitund
- Aðlögun og skilningur á eigin líðan.
- Sjálfsvinsemd og samkennd í eigin garð
- Þreyta og jafnvægi í daglegri iðju
- Samskipti og stuðningur
- Eigin gildi, tilgangur og von
- Upprifjun og úrvinnsla
Næsta námskeið
Hefst 10. mars 2025
mánudagar kl. 10:00 – 12:00 í 6 skipti
Umsjón: Guðbjörg Dóra, iþjuþjálfi og Þórhildur, iðjuþjálfi