Námskeiðið er fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og er ekki á leið út á atvinnumarkaðinn á ný eftir veikindi. Námskeiðið er hluti af endurhæfingu og hentar þeim sem vilja vera betur í stakk búnir til að viðhalda virkni og vellíðan. Fjallað verður um breytt hlutverk og ýmiss konar iðju og tómstundastarf. Hvernig hægt er að viðhalda heilsu og virkri þátttöku í samfélaginu þegar atvinnuþátttöku lýkur.
MARKMIÐ:
• Vinna áfram að bættri eigin heilsu og vellíðan; minnka líkur á heilsufarstengdum áhættuþáttum og skapa áhugaverða framsýn.
• Skoða eigin styrkleika, setja sér persónuleg markmið og áætlanir að þeim. Stuðla þannig að innihaldsríku lífi eftir útskrift úr Ljósinu.
UMFJÖLLUNAREFNI:
• Hlutverk og æviskeið
• Áhugasvið – áhugamál
• Að viðhalda heilsu og vellíðan
• Kynning á þjónustu og úrræðum í samfélaginu – hvað stendur til boða – hvar get ég sinnt hugðarefnum mínum, stundað líkamsrækt og hreyfingu, hitt skemmtilegt fólk?
• Samantekt og framtíðarsýn
Næsta námskeið
Námskeiðið er frá 24. febrúar – 7.apríl 2022
Fimmtudagar frá kl. 10:00-12:00 í 5 skipti
Umsjón: Guðný Katrín Einarsdóttir iðjuþjálfi og Hólmfríður Einarsdóttir iðjuþjálfi.
Skráning og upplýsingar í síma 561-3770