Tímamót – Ný hlutverk

Námskeiðið er fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og er ekki á leið út á atvinnumarkaðinn á ný eftir veikindi. Námskeiðið er hluti af endurhæfingu og hentar þeim sem vilja vera betur í stakk búnir til að viðhalda virkni og vellíðan. Fjallað verður um breytt hlutverk og ýmiss konar iðju og tómstundastarf. Hvernig hægt er að viðhalda heilsu og virkri þátttöku í samfélaginu þegar atvinnuþátttöku lýkur. Hægt er að skrá sig á öll eða eitt erindi í gegnum skráningarhlekkinn hér til hliðar.

MARKMIÐ
• Vinna áfram að bættri eigin heilsu og vellíðan; minnka líkur á heilsufarstengdum áhættuþáttum og skapa áhugaverða framsýn.
• Skoða eigin styrkleika, setja sér persónuleg markmið og áætlanir að þeim. Stuðla þannig að innihaldsríku lífi eftir útskrift úr Ljósinu.

DAGSKRÁ

24. október – Virkni og hlutverk
Hjördís Hendriks fyrrverandi Ljósberi fjallar um þau tímamót að hætta á vinnumarkaði og félaginu U3A.  Skoðum hvernig dagleg virkni hefur áhrif á heilsu á ólíkan hátt og ýmiss úrræði sem í boði eru í samfélaginu 

31. október – Heimsókn í Borgir samfélagshús
Heimsækjum Borgir í Grafarvoginum og skoðum meðal annars hvað þau hafa upp á að bjóða. Hér er tækifæri til að kynna sér félagsstarf samfélagshúsa.

7. nóvember – Hreyfing og hreyfiúrræði í samfélaginu.
Þjálfarar Ljóssins ræða við okkur um hreyfingu og fjöldann allan af möguleikum sem finna má í samfélaginu. Samantekt og umræður. 

NÆSTA NÁMSKEIÐ

Hefst 24.október

Fimmtudagar kl. 10:00 – 11:45 í 3 stök skipti

Umsjón: Guðný Katrín iðjuþjálfi og Hólmfríður iðjuþjálfi

Rafræn skráning er opin í gegnum skráningarhlekk hér að neðan.

Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem eru komnir á seinnihlutann í sínu endurhæfingarferli og hentar því ekki þeim sem eru að hefja endurhæfingu. Ef þú ert í vafa, þá hvetjum við þig til að hafa samband við þinn fagaðila.

Skráning á erindi