Fræðslunámskeið og jafningjastuðningur fyrir þá sem eru að greinast í annað sinn.
Markmið:
Að veita stuðning og fræðslu sem nýtist fólki m.a. til öðlast meiri styrk og betri líðan til að stuðla að jafnvægi í daglegu lífi. Námskeiðið er samsett af umræðum og fræðslu. Mikilvægt er að skapa traust og tryggja trúnað til að þátttakendur geti óhindrað tjáð sig.
Helstu viðfangsefnin eru:
- Úrvinnsla hugsana og tilfinninga
- Hlusta á sjálfa sig
- Góð samskipti
- Streita, að fyrirbyggja streitu og ná tökum á streitu
- Jafnvægi í daglegu lífi
- Sjálfsstyrkur, sjálfsvirðing, að setja mörk
Upplýsingar
Næsta námskeið hefst 26.febrúar 2024
Mánudaga kl.13:30 – 15:30
4 skipti
Námskeiðið fer fram í Ljósinu að Langholtsvegi 43
Umsjón: Guðbjörg Dóra iðjuþjálfi og Helga Jóna, iðjuþjálfi