Aftur til vinnu eða náms

Námskeiðið er fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og er á leið til vinnu eða náms á ný eftir veikindaleyfi. Námskeiðið er liður í endurhæfingu og hentar þeim sem vilja vera betur í stakk búnir til að mæta aftur til vinnu, náms eða nýrra verkefna. Fræðsla er um aukið heilbrigði, vellíðan og jafnvægi í daglegu lífi

Skipulag námskeiðs:

 • Iðjuþjálfi, sjúkraþjálfari, uppeldis- og menntunarfræðingur/ náms- og starfsráðgjafi og félagssálfræðingur veita fræðslu
 • Félagsráðgjafi og fulltrúi yfirmanna koma í sinn hvorn tímann sem og ljósberar miðla reynslu
 • Boðið er upp á einkaviðtal við náms- og starfaráðgjafa
 • Þáttakendur eru hvattir til að stunda áfram þá hreyfingu sem í boði er í Ljósinu/Hreyfingu til þess að viðhalda/auka þol og styrk, t.d. líkamsrækt í tækjasal og í hóptímum, jóga, göngu og fleira

Markmið með námskeiðinu:

 • Undirbúningur fyrir vinnu/nám í kjölfar þess líkamlega og andlega álags sem getur fylgt krabbameini og meðferð við því
 • Vinna áfram að bættri eigin heilsu og vellíðan;  minnka líkur á heilsufarstengdum áhættuþáttum
 • Skoða eigin styrkleika, setja sér persónuleg markmið og áætlanir að þeim. Stuðla þannig að farsælli endurkomu til vinnu eða náms
 • Fræðsla og umræður um þá þætti sem geta stuðlað að bættri heilsu og vellíðan

Dagskrá:

 • Heilbrigði og leiðin aftur til vinnu eða náms í kjölfar krabbameins og meðferðar – Guðbjörg Dóra, iðjuþjálfar
 • Hreyfing/líkamsþjálfun og áætlun til bættrar heilsu – G. Haukur Guðmundsson, sjúkraþjálfari
 • Langar mig aftur í sama starf? – Marín Björk Jónasdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur og náms- og starfsráðgjafi
 • Aðlögun á vinnustað – vinnuumhverfi; verkferlar, staðsetning hluta, áreiti, hljóðvist, lýsing o.fl. (Guðbjörg Dóra iðjuþjálfar)
 • Endurkoma á vinnustað – Reynslusaga yfirmanns og reynslusaga tveggja ljósbera
 • Streita (Sigrún Þóra Sveinsdóttir, sálfræðingur)
 • Jafnvægi í daglegri iðju (Guðbjörg Dóra iðjuþjálfar). Í seinni hluta tímans svarar Magnea G. Guðmundardóttir, félagsráðgjafi fyrirspurnum varðandi réttindi
 • Samantekt og framtíðarsýn (Guðbjörg Dóra iðjuþjálfar)

Næsta námskeið

Næsta námskeið hefst 13. febrúar 2020

Fimmtudagar kl. 10:00-12:00

8 vikur – sjá efnistök hér til hliðar.

Umsjón: Guðbjörg Dóra Tryggvadóttir, iðjuþjálfar

Skráning og upplýsingar í síma 561-3770