Aftur af stað til vinnu eða náms

Námskeiðið er lokað námskeið fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og er að ljúka eða hefur nýlokið við krabbameinsmeðferð og er að fara aftur (eða er nýbyrjað) í vinnu eða í nám. Námskeiðið er liður í endurhæfingu og hentar þeim sem vilja efla þátttöku sína á farsælan hátt, auka heilbrigði og vellíðan og komast þannig skrefinu nær markmiðum sínum.

Skipulag námskeiðs:

 • Iðjuþjálfi, sjúkraþjálfari, uppeldis- og menntunarfræðingur/ náms- og starfsráðgjafi og félagssálfræðingur veita fræðslu
 • Félagsráðgjafi og fulltrúi yfirmanna koma í sinn hvorn tímann sem og ljósberar miðla reynslu
 • Boðið er upp á einkaviðtal við náms- og starfaráðgjafa
 • Þáttakendur eru hvattir til að stunda áfram þá hreyfingu sem í boði er í Ljósinu/Hreyfingu til þess að viðhalda/auka þol og styrk, t.d. líkamsrækt í tækjasal og í hóptímum, jóga, göngu og fleira

Markmið með námskeiðinu:

 • Undirbúningur fyrir vinnu/nám í kjölfar þess líkamlega og andlega álags sem getur fylgt krabbameini og meðferð við því
 • Vinna áfram að bættri eigin heilsu og vellíðan;  minnka líkur á heilsufarstengdum áhættuþáttum
 • Skoða eigin styrkleika, setja sér persónuleg markmið og áætlanir að þeim. Stuðla þannig að farsælli endurkomu til vinnu eða náms
 • Fræðsla og umræður um þá þætti sem geta stuðlað að bættri heilsu og vellíðan

Dagskrá:

 • Heilbrigði og leiðin aftur til vinnu eða náms í kjölfar krabbameins og meðferðar – Guðný Katrín og Guðbjörg Dóra, iðjuþjálfar
 • Hreyfing/líkamsþjálfun og áætlun til bættrar heilsu – G. Haukur Guðmundsson, sjúkraþjálfari
 • Langar mig aftur í sama starf? – Marín Björk Jónasdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur og náms- og starfsráðgjafi
 • Aðlögun á vinnustað – vinnuumhverfi; verkferlar, staðsetning hluta, áreiti, hljóðvist, lýsing o.fl. (Guðný Katrín og Guðbjörg Dóra iðjuþjálfar)
 • Endurkoma á vinnustað – Reynslusaga yfirmanns og reynslusaga tveggja ljósbera
 • Streita (Sigrún Þóra Sveinsdóttir, sálfræðingur)
 • Jafnvægi í daglegri iðju (Guðný Katrín og Guðbjörg Dóra iðjuþjálfar). Í seinni hluta tímans svarar Magnea G. Guðmundardóttir, félagsráðgjafi fyrirspurnum varðandi réttindi
 • Samantekt og framtíðarsýn (Guðný Katrín og Guðbjörg Dóra iðjuþjálfar)

Næsta námskeið

Næsta námskeið hefst 14.febrúar 2019

Fimmtudagar kl. 13:00-15:00

8 vikur – sjá efnistök hér til hliðar.

Hámarksþátttaka er 10 manns

Umsjón: Guðný Katrín Einarsdóttir og Guðbjörg Dóra Tryggvadóttir, iðjuþjálfar

Námskeiðið kostar kr. 3.000

Skráning og upplýsingar í síma 561-3770