Fræðslufundir fyrir karlmenn

Á vorönn 2021 bjóðum við upp á tvær ólíkar raðir fræðslufunda fyrir karlmenn. Annars vegar er það fræðsluröð á mánudögum um breytingar sem er sniðin fyrir þá sem eru að hefja endurhæfingarferlið. Hins vegar er það fræðsluröð á þriðjudögum um uppbyggingu sem hentar bæði þeim sem eru að  hefja endurhæfingu og þeim sem eru lengra komnir í ferlinu.

Markmiðið er að karlmenn fái uppbyggjandi fræðslu og hafi gagn og gaman af að hitta aðra í sömu aðstæðum. Farið verður í gegnum það breytingarferli sem einstaklingar ganga í gegnum við það að veikjast. Það verða fyrirlestrar um mikilvægi þess að byggja sig upp andlega og líkamlega og mikilvægi þess að setja sér markmið.

Mánudagar kl. 15:00-16:30

Umsjón: Matti Osvald og Björgvin Heiðarr Björgvinsson

Fundur 1: Hugaraðferð afreksmannsins. Matti Osvald heilsufræðingur og markþjálfi ræðir við okkur um hvernig við getum látið hugann vinna betur fyrir okkur.

Fundur 2:Reynslusögur og samtal. Ragnar Th. Sigurðsson er einn reynslumesti ljósmyndari sem Íslendingar eiga. Hann hefur einnig glímt við krabbamein og ræðir hér við okkur um sína reynslu.

Fundur 3: Breytingar í daglegu lífi. Guðbjörg Dóra Tryggvadóttir iðjuþjálfi fjallar um breytingarnar og hvernig við getum brugðist þeim og unnið með þær.

Fundur 4: Samskipti og kynhegðun. Áslaug Kristjánsdóttir kynfræðingur kemur í heimsókn og ræðir við okkur um samskipti og áhrif veikinda á samlíf.

 

Þriðjudagar kl. 15:00-16:30

Umsjón: Matti Osvald og Björgvin Heiðarr Björgvinsson

Fundur 1: Líkamleg uppbygging eftir veikindi. Ef það væri landslið í endurhæfingu krabbameinsgreindra þá væri Haukur Guðmundsson fyrirliðinn. Hann mætir til okkar og ræðir um hvernig við byggjum okkur upp eftir veikindi og allt hitt sem við þurfum að hafa í huga því samhliða.

Fundur 2: Fjölskyldan og veikindi, hvernig fer það saman. Að greinast með krabbamein hefur áhrif á fjölskylduheildina og í dag ræðir Björgvin Heiðarr Björgvinsson við okkur um fjölskylduna og veikindin.

Fundur 3: Streita og slökun – Heilsuefling í eigin lífi. Elín Kristín Klar sálfræðiráðgjafi ræðir við okkur um mál málanna: STREITU og hvernig við getum unnið markvisst að því að lágmarka hana.

Fundur 4: Ímyndir krabbameina. Sigrún Reykdal blóðmeinafræðingur ræðir við okkur um hvernig fólk lítur á krabbamein.

 

Næsta námskeið

Ný námskeið 2021

Breytingar
Hefst 26. apríl
Mánudagar kl. 15:00-16:30
4 vikur

 

Uppbygging
Hefst 27. apríl
Þriðjudagar kl. 15:00-16:30
4 vikur

Umsjón: Matti Ósvald, heilsufræðingur og markþjálfi og Björgvin Heiðarr Björgvinsson, félagsráðgjafi og fjölskyldumeðferðarfræðingur

Skráning og upplýsingar í síma 561-3770