Kennsla á samskiptaforritið Zoom

Zoomkennslan hentar öllum sem vilja læra á eða rifja upp hvernig Zoom forritið virkar, æfa sig í notkun þess og verða öruggari í stafrænum heimi.

Zoom er ekki aðeins gagnlegt forrit fyrir þá sem vilja sækja námskeið í Ljósinu heldur einnig til að hitta ættingja og vini hvar sem þeir eru staddir í heiminum. Farið verður yfir undirstöðuatriði forritsins og kurteisisvenjur og siði í skjásölum.

Skráning er rafræn og fá þátttakendur sent sms til áminningar um námskeiðið. Að morgni námskeiðsdags fá skráðir þátttakendur tölvupóst með slóð á fundinn og leiðbeiningum um fyrstu skrefin.

Umsjón: Guðrún Friðriksdóttir

Nánari upplýsingar í síma 561-3770