Snyrtinámskeið

snyrti_2.jpgSnyrtinámskeið fyrir konur sem hafa greinst með krabbamein. Ljósið hefur í samstarfi við reynda snyrtifræðingana verið með snyrtinámskeið í Ljósinu undanfarin ár.

Útlit og umhirða húðar skiptir allar konur miklu máli, við lyfjameðferðir getur húðin þornað og andlitshár farið.

Á námskeiðinu er kennt hvernig er best að meðhöndla húðina á meðan lyfjameðferð stendur og létta förðun sem er auðveld og góð þegar öll andlitshár eru farin.

Snyrtifræðingur Ljóssins er Arna Eir Árnadóttir.

Námskeiðin eru auglýst sérstaklega en nánari upplýsingar eru í Ljósinu í síma 561-3770.

Næsta námskeið

Snyrtinámskeið eru haldin mjög reglulega.

Nánari upplýsingar í síma 561-3770

Snyrtifræðingur Ljóssins: er Arna Eir Árnadóttir