Skráðu þig í stuðningsúrræði Sidekick Health og Ljóssins

Nú er opið fyrir skráningar í fjögurra vikna rannsókn á stafrænu stuðningsúrræði í Ljósinu fyrir fólk í krabbameinsmeðferð.

Úrræðið var hannað af læknum og sérfræðingum Sidekick Health, og geta allir sem eru í virkri lyfja- eða geislameðferð skráð sig í rannsóknina.

Þátttaka í verkefninu veitir aðgang að Sidekick Appinu þar sem sent verður fræðsluefni og stutt verkefni.

Einnig fá þátttakendur skilaboð og leiðbeiningar frá eigin „þjálfara“ (heilbrigðisstarfsmanni) í appið sem verður persónulegur stuðningsaðili allar fjórar vikurnar.

Markmið samstarfsins er að bæta þjónustu Ljóssins við krabbameinsgreinda, varpa ljósi á hvernig nota má tæknina til að styðja enn betur við endurhæfingu með stuðningi, jákvæðri sálfræði, aðgengilegri fræðslu og fjarvöktun einkenna og stuðla þannig að bættum lífsgæðum.

Hafðu samband við móttöku Ljóssins sem mun sjá um þinn fagaðila í Ljósinu til að fá frekari upplýsingar.

 

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.