Nýtt í líkamlegri endurhæfingu: Þolþjálfun

Í vikunni hefst nýr dagskrárliður í líkamlegri endurhæfingu í Ljósinu: Þolþjálfun. Um er að ræða 30 mínútna tíma sem í boði verða á mánudögum og miðvikudögum klukkan 12:00.

Tímarnir fara fram á þolþjálfunartækjum eins og hjólum, fjölþjálfum, göngubretti þar sem hver og einn stjórnar sínu álagi. Þessi dagskrárliður hentar öllum sem vilja bæta þol með markvissum æfingum með þjálfurum Ljóssins.

Skráning er hafin í móttöku Ljóssins.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.