Pop-up tími í bandvefslosun 19. apríl

Við brjótum aðeins upp dagskrá líkamlegrar endurhæfingar föstudaginn 19. apríl og bjóðum þjónustuþega Ljóssins velkomna í tíma í bandvefslosun klukkan 12:30. Tíminn verður í tækjasalnum og því falla teygjutími, þoltími sem og opinn tími í tækjasal niður á þeim tíma.

Í þessum tíma verður gestaleiðbeinandi en það er hún Hekla sem sem heldur úti vefnum bandvefslosun.is.

Athugið að takmarkaður fjöldi er í tímanum og skráning fer fram í móttöku Ljóssins.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.