Laus sæti á fræðslunámskeið fyrir fólk með langvinnt krabbamein

Enn eru laus sæti á námskeið fyrir fólk sem er með langvinnt krabbamein sem hefst 15. apríl.

Aðalmarkmiðin með námskeiðinu eru að þátttakendur auki jafnvægi sitt í daglegu lífi, virkni, vellíðan og von. Á námskeiðinu gefst tækifæri til þess að hitta aðra í sömu sporum, fá fræðslu og stuðning við að þekkja eigin tilfinningar og hugsanir. Einnig kynnum við leiðir til að efla sjálfsmyndina, draga úr þreytu og auka jafnvægi í daglegri iðju. Við skoðum áhrif veikinda á fjölskylduna og samskiptakerfi hennar og kynnumst slökun og árvekni.

Námskeiðið byggir á fræðslu, stuttum verkefnum, umræðum og slökunar/núvitundar æfingum.

Skráning á námskeiðið fer fram hér.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.