Föstudaginn 5. nóvember n.k. fáum við góða gesti í heimsókn til okkar í Ljósið. Það eru forsvarsmenn Bergmáls, líknar- og vinafélags, en tilgangur félagsins er m.a. að hlúa að krabbameinsgreindum. Heimsókn þeirra er jafnframt liður í fjáröflun félagsins og því koma þau hlaðin gómsætum sultum og hugsanlega einhverju fleiru sem þau bjóða gestum og gangandi að kaupa. Þetta er í
Í október mun myndlistarkonan Magnea Mist láta 40% af seldum verkum renna til Ljóssins. Verk hennar hafa vakið mikla lukku meðal velgjörðarfólks Ljóssins og ákvað Erna forstöðukona meðal annars að stökkva á tækifærið og fegra heimili sitt og styðja starfsemina í leiðinni. Magnea greindist sjálf með krabbamein í janúar 2019 og nýtti sér þjónustu Ljóssins mikið á meðan og eftir
Miðvikudaginn 13. október síðastliðinn buðu Ljósið og Kraftur mönnum á aldrinum 16-45 ára sem greinst hafa með krabbamein á Strákakvöld með Ara Eldjárn. Góð mæting var á viðburðinn og óhætt að segja að mikið hafi verið hlegið. Að auki buðu fagaðilar upp á kynningu á starfsemi Ljóssins og Krafts en kvöldið markaði upphafi sameiginlegs jafningjahóps og samstarfi félaganna. Framundan eru
Það gleður okkur að tilkynna að ráðinn hefur verið nýr löggiltur næringarfræðingur til starfa í Ljósinu, Elísabet Heiður Jóhannesdóttir. Elísabet er með BS gráðu í næringarfræði frá Háskóla Íslands auk MS gráðu með áherslu á kliník frá sama skóla. Samhliða starfi sínu í Ljósinu nemur hún ráðgjöf í næringarinnsæi hjá Helm Publishing. Elísabet verður eftir hádegi alla fimmtudaga í Ljósinu.
Jafningjahópur kvenna á aldrinum 16-45 ára hélt í lok september í heimsókn til Nordic angan – Ilmbanka íslenskra jurta. Nordic Angan er rannsóknar- og þróunarverkefni sem snýr að því að fanga angan íslenskrar flóru. Hópurinn fékk kynningu á verkefninu, rannsóknarferlinu og að auki að skoða sig um í Ilmbankanum sem er settur fram á mjög skemmtilega vegu. Við þökkum fyrir
Fræðslunámskeið fyrir konur 16-45 ára, sem eru að greinast í fyrsta skipti og/eða greindust á sl. ári hefst 28. október í Ljósinu. Markmiðið með námskeiðinu er að konur í svipuðum sporum fái fræðslu og umræður og þannig stuðning til að takast á við breytt lífsskilyrði í kjölfar veikinda. Þeir fagaðilar sem koma að námskeiðinu hafa allir unnið með krabbameinsgreindum. Umsjón
Námskeið í hláturjóga verður í Ljósinu mánudaginn 18. október kl: 11:00 Okkur þykir nú ekki leiðinlegt að hlæja saman í Ljósinu og því veitir það okkur ómælda gleði að geta loks boðið ykkur upp á hláturjóga námskeið. Þar munu sérfræðingarnir Þorsteinn og Finnbogi fara yfir það helsta í hláturfræðunum auk þess sem þeir munu kenna nytsamlegar æfingar í bæði hlátri,
Við höldum áfram að aðlaga útsendingar á áminningarskilaboðum. Nú munu einstaklingar bókaðir í viðtal hjá fagfólki fá sms þremur dögum fyrir bókaðan tíma sem og degi fyrir bókaðan tíma. Þeir sem bókaðir eru á námskeið fá sms deginum fyrir námskeið. Ekki verða send út áminningar skilaboð um handverk og tíma í líkamlega endurhæfingu í sal.
Kaldavatnslaust verður á Langholtsvegi á morgun þriðjudaginn 28. september og fellur því öll starfsemi í báðum húsum Ljóssins niður. Haft verður samband við alla einstaklinga sem eiga bókuð viðtöl og þeim boðið upp á breyta í fjarviðtal eða bóka nýja tímasetningu. Athugið að fræðslufundur fyrir karlmenn fer þó fram en flytst þennan dag á loft safnaðarheimilis Langholtskirkju. Öll viðtöl sem
Fimmtudaginn 7. október stendur hópur af öflugum ungum mönnum fyrir kvöldverð til styrktar Ljósinu. Kvöldverðurinn verður haldinn í glæsilegum veislusal Sjálands í Garðabæ. Samhliða borðhaldinu verða skemmtiatriði og að því loknu mun vinsæll plötusnúður halda uppi stuðinu fram á kvöld. Húsið opnar kl.18:00 með fordrykk og borðhald hefst kl.19:00. Miðasala fer fram á Tix.is og rennur allur ágóði kvöldsins óskertur