Fréttir

20
okt
2021

Bergmál með sultu- og jólakortasölu í Ljósinu 5. nóvember

Föstudaginn 5. nóvember n.k. fáum við góða gesti í heimsókn til okkar í Ljósið. Það eru forsvarsmenn Bergmáls, líknar- og vinafélags, en tilgangur félagsins er m.a. að hlúa að krabbameinsgreindum. Heimsókn þeirra er jafnframt liður í fjáröflun félagsins og því koma þau hlaðin gómsætum sultum og hugsanlega einhverju fleiru sem þau bjóða gestum og gangandi að kaupa. Þetta er í

Lesa meira

19
okt
2021

Magnea Mist lætur 40% af seldum verkum renna til Ljóssins.

Í október mun myndlistarkonan Magnea Mist láta 40% af seldum verkum renna til Ljóssins. Verk hennar hafa vakið mikla lukku meðal velgjörðarfólks Ljóssins og ákvað Erna forstöðukona meðal annars að stökkva á tækifærið og fegra heimili sitt og styðja starfsemina í leiðinni. Magnea greindist sjálf með krabbamein í janúar 2019 og nýtti sér þjónustu Ljóssins mikið á meðan og eftir

Lesa meira

19
okt
2021

Frábær mæting á Strákakvöld með Ara Eldjárn

Miðvikudaginn 13. október síðastliðinn buðu Ljósið og Kraftur mönnum á aldrinum 16-45 ára sem greinst hafa með krabbamein á Strákakvöld með Ara Eldjárn. Góð mæting var á viðburðinn og óhætt að segja að mikið hafi verið hlegið. Að auki buðu fagaðilar upp á kynningu á starfsemi Ljóssins og Krafts en kvöldið markaði upphafi sameiginlegs jafningjahóps og samstarfi félaganna. Framundan eru

Lesa meira

14
okt
2021

Nýr næringarfræðingur hefur tekið til starfa

Það gleður okkur að tilkynna að ráðinn hefur verið nýr löggiltur næringarfræðingur til starfa í Ljósinu, Elísabet Heiður Jóhannesdóttir. Elísabet er með BS gráðu í næringarfræði frá Háskóla Íslands auk MS gráðu með áherslu á kliník frá sama skóla. Samhliða starfi sínu í Ljósinu nemur hún ráðgjöf í næringarinnsæi hjá Helm Publishing. Elísabet verður eftir hádegi alla fimmtudaga í Ljósinu.

Lesa meira

14
okt
2021

Ungar konur kíktu í Nordic Angan

Jafningjahópur kvenna á aldrinum 16-45 ára hélt í lok september í heimsókn til Nordic angan – Ilmbanka íslenskra jurta. Nordic Angan er rannsóknar- og þróunarverkefni sem snýr að því að fanga angan íslenskrar flóru. Hópurinn fékk kynningu á verkefninu, rannsóknarferlinu og að auki að skoða sig um í Ilmbankanum sem er settur fram á mjög skemmtilega vegu. Við þökkum fyrir

Lesa meira

12
okt
2021

Fræðslunámskeið fyrir konur 16-45 ára hefst 28. október

Fræðslunámskeið fyrir konur 16-45 ára, sem eru að greinast í fyrsta skipti og/eða greindust á sl. ári hefst 28. október í Ljósinu. Markmiðið með námskeiðinu er að konur í svipuðum sporum fái fræðslu og umræður og þannig stuðning til að takast á við breytt lífsskilyrði í kjölfar veikinda. Þeir fagaðilar sem koma að námskeiðinu hafa allir unnið með krabbameinsgreindum. Umsjón

Lesa meira

29
sep
2021

Námskeið í hláturjóga

Námskeið í hláturjóga verður í Ljósinu mánudaginn 18. október kl: 11:00  Okkur þykir nú ekki leiðinlegt að hlæja saman í Ljósinu og því veitir það okkur ómælda gleði að geta loks boðið ykkur upp á hláturjóga námskeið. Þar munu sérfræðingarnir Þorsteinn og Finnbogi fara yfir það helsta í hláturfræðunum auk þess sem þeir munu kenna nytsamlegar æfingar í bæði hlátri,

Lesa meira

29
sep
2021

Frekari breytingar á sms útsendingum

Við höldum áfram að aðlaga útsendingar á áminningarskilaboðum. Nú munu einstaklingar bókaðir í viðtal hjá fagfólki fá sms þremur dögum fyrir bókaðan tíma sem og degi fyrir bókaðan tíma. Þeir sem bókaðir eru á námskeið fá sms deginum fyrir námskeið. Ekki verða send út áminningar skilaboð um handverk og tíma í líkamlega endurhæfingu í sal.

27
sep
2021

Kaldavatnslaust 28. september – Starfsemi í húsnæði Ljóssins fellur niður

Kaldavatnslaust verður á Langholtsvegi á morgun þriðjudaginn 28. september og fellur því öll starfsemi í báðum húsum Ljóssins niður. Haft verður samband við alla einstaklinga sem eiga bókuð viðtöl og þeim boðið upp á breyta í fjarviðtal eða bóka nýja tímasetningu. Athugið að fræðslufundur fyrir karlmenn fer þó fram en flytst þennan dag á loft safnaðarheimilis Langholtskirkju. Öll viðtöl sem

Lesa meira

24
sep
2021

Kvöldverður til styrktar Ljósinu

Fimmtudaginn 7. október stendur hópur af öflugum ungum mönnum fyrir kvöldverð til styrktar Ljósinu. Kvöldverðurinn verður haldinn í glæsilegum veislusal Sjálands í Garðabæ. Samhliða borðhaldinu verða skemmtiatriði og að því loknu mun vinsæll plötusnúður halda uppi stuðinu fram á kvöld. Húsið opnar kl.18:00 með fordrykk og borðhald hefst kl.19:00. Miðasala fer fram á Tix.is og rennur allur ágóði kvöldsins óskertur

Lesa meira