Takk elsku hlauparar!

Við erum í einu orði orðlaus. Þvílík orka og gleði sem fylgir þeim sem hlupu fyrir Ljósið í ár. Við höfum fundið fyrir miklum meðbyr og okkar fólk í húsi er sannarlega þakklát fyrir alla hlauparana okkar. Hver króna fer beint í starf Ljóssins en eins og þið vitið þá ætlum við að reisa enn stærra Ljós og mun upphæðin að hluta til ganga í þann sjóð.

Takk fyrir að hlaupa fyrir Ljósið, það skiptir marga máli. Þú ert hetja, takk fyrir þig!

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.