Taupokarnir flottu nú einnig fáanlegir í Ljósinu

Vantar þig fallega gjöf í næsta matarboð eða jafnvel nýjan poka undir prjónana?

Fallegu og gæðamiklu taupokarnir skreyttir listaverki eftir myndlistamanninn Þorvald Jónsson eru nú fáanlegir í móttöku Ljóssins!

Einnig er hægt að versla vörurnar í öllum verslunum Nettó og á vef þeirra með því að smella hér fyrir neðan.

Allur ágóði rennur óskiptur í endurhæfingarstarf Ljóssins og stendur átakið út júlí.

 

Er pokinn kannski kominn í gagnið hjá þér? Ef svo er hvetjum við ykkur til að smella af mynd og deila á samfélagsmiðlunum með myllumerkingu #nettoxljosid eða með því að bæta Ljósinu og Nettó við með @ merki. Við elskum að sjá hann á ferðinni!

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.