Lukkudýr Ljóssins er komið með nafn

 

Glampi er mjög sáttur með nafnið

Fyrr í mánuðinum kynntum við til leiks nýtt Lukkudýr Ljóssins sem mun fá að gleðja fólk við margvísleg tilefni í framtíðinni. Við óskuðum eftir tillögum að nafni og hugmyndirnar stóðu ekki á sér hjá okkar fólki. Í kjölfarið fór dómnefnd yfir tillögurnar og valdi eitt nafn sem þótti henta þessu flotta lukkudýri hvað best.

Vinningshafinn er Júlía Lind Sverrisdóttir en hún lagði til nafnið GLAMPI en nafnið þótti endurspegla kjarna Ljóssins og lukkudýrsins.

Við sendum öllum þeim sem tóku þátt okkar hjartans þakkir og hamingjuóskir til Júlíu.

Árnastofnun sýnir tengsl orðsins við Ljósið

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.