Spjall og styrking – Viðbótarfyrirlestur

Við bætum við fræðslu í fyrirlestrarröðina Spjall og styrking en á morgun mun Guðrún Friðriksdóttir, iðjuþálfi fjalla um þreytu, venjur og rútínu. Þar mun hún meðal annars ræða óvenjulega og viðvarindi þreytu sem truflar daglegt líf en það er er einn algengasti fylgikvilli krabbameinsmeðferðar. Hér getið þið lesið nánar um efnistökin.

Til stóð að Matti Ósvald væri með fræðslu þennan dag. en hún frestast aftur á móti um eina viku. Matti mun því flytja sinn fyrirlestur 24. ágúst klukkan 10:30 og lokar Spjall og styrkingu sumrinu með glænýjum og eldheitum fyrirlestri.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.