Fréttir

26
júl
2022

SideKick Health rannsókn í samstarfi við Ljósið og Landspítala

Í vikunni fór af stað rannsókn SideKick Health á smáforriti formlega af stað í Ljósinu. Er smáforritið sérstaklega hannað til að koma til móts við þarfir kvenna í meðferð við brjóstakrabbameini. Um er að ræða samstarfsverkefni SideKick Health, Ljóssins og Landspítalans. Smáforritinu er ætlað að styðja við breytingar á lífsháttum sem auka lífsgæði. Er þetta önnur rannsóknin sem SiceKick Health

Lesa meira

14
júl
2022

Ósk Laufdal málar af ástríðu til styrktar Ljósinu

Við tókum hús á myndlistakonunni Ósk Laufdal á dögunum á einu elsta kaffihúsi borgarinnar, Café Milano. Ósk hefur alla tíð haft áhuga á myndlist og hverskyns handverki, en áður en myndlistin fangaði hana þá hannaði hún og framleiddi minjagripi og seldi í helstu minjagripaverslunum landsins. Það var árið 2015 sem hún byrjaði að mála og tók þá meðvitaða ákvörðun eins

Lesa meira

13
júl
2022

Átt þú myndverk og/eða möppu í Ljósinu?

Kæru vinir, Nú erum við að undirbúa og gera klárt fyrir spennandi haust í Ljósinu. Því biðlum við til þeirra sem eiga myndir og/eða möppur í handverksrými Ljóssins að renna við og taka með heim við tækifæri. Eins dásamlegt og það er að hafa fallegu myndverkin uppi við til sýnis þá þurfum við að rýma fyrir nýjum verkum. Með fyrirfram

Lesa meira

1
júl
2022

Löbbum saman í maraþoninu

Vissir þú að þú getur gengið 3 kílómetra eða 1,7 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoni og safnað áheitum fyrir Ljósið? Skemmtiskokkið hentar öllum aldurshópum og algengt er að fjölskyldur og vinahópar hlaupi saman. Hægt er að velja 3 km og 1,7 km og leiðin er í hjarta miðborgarinnar: Skráning fer fram hér! Við hvetjum alla, sama hvort þau séu í hlaupaformi eða

Lesa meira

29
jún
2022

Hundaæði í Ljósinu

Það má segja að undanfarin misseri hafi komið upp sannkallað hundaæði í starfsmannahóp Ljóssins. Umræður við kaffivélina og í hádegismatnum snúast nú hjá mörgum um allt það sem við kemur besta vin mannsins, og því er við því að búast að þjónustuþegar detti í samtal við okkur um allt frá gönguleiðum og í stefnur í hundauppeldi. Okkur fannst því kjörið

Lesa meira

22
jún
2022

Ljósið leitar að nuddara í sumarafleysingar

Heilsunudd er ótvíræður kostur fyrir þá sem greinast með krabbamein. Í Ljósinu bjóðum við því þjónustuþegum að bóka heilsunudd á hagstæðu verði. Vegna mikillar eftirspurnar leitum við af afleysingu yfir sumarmánuðina. Helstu verkefni og ábyrgð • Undirbúningur nuddaðstöðu fyrir, á eftir og milli meðferða • Heilsunudd Hæfniskröfur • Vinalegt viðmót • Sjálfstæði, áreiðanleiki og stundvísi • Menntun og reynsla af

Lesa meira

21
jún
2022

Þarft þú að breyta eða afbóka tíma?

Við minnum alla á að þegar verið er að breyta eða afbóka tíma í Ljósinu skal haft samband við móttöku Ljóssins í síma 561-3770 eða með því að senda póst á mottaka@ljosid.is. Þannig komast skilaboði hratt og örugglega á réttan stað. Kærleikskveðjur, Starfsfólk Ljóssins

20
jún
2022

Við fögnum fimmtugum formanni

Það er fátt sem okkur finnst skemmtilegra en að fagna afmælum hjá öllu okkar fólki. Í síðustu viku varð formaður stjórnar Ljóssins, Mjöll Jónsdóttir sálfræðingur, fimmtug og sendum við öll henni okkar allra mestu hamingjuóskir! Til hamingju elsku Mjöll!

10
jún
2022

Flugukast á Klambratúni

Mánudaginn 13.júní kl: 19.00 hittist áhugafólk um fluguveiði á Klambratúni við Kjarvalsstaði á flugukastæfingu. Mælst er með að hver komi með eigin stöng, en hægt er að prufa hjá kennara ef ekki er komið með stöng. Hentar byrjendum jafnt sem lengra komnum. Nánari upplýsingar og skráning í móttöku Ljóssins.  

2
jún
2022

Flugukast við Vífilsstaðavatn

Miðvikudaginn 8.júní kl: 10.00 verður kennsla í flugukasti við Vífilsstaðavatn. Kennslan hentar byrjendum jafnt sem lengra komnum.  Mælst er með að hver komi með eigin stöng, en hægt er að prufa hjá kennara ef ekki er komið með stöng. Námskeiðið stendur í 2-4 klukkustundir. Nánari upplýsingar um staðsetningu og skráning í móttöku Ljóssins.